Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 64
SKAGFIRBINGABÓK
Nefndin taldi ógerlegt að leggja veg milli Norður- og Suður-
lands vegna vatnsfalla.2
A grundvelli þessara tillagna gaf konungur út tilskipun um
vegi, brýr og ferjur 29. apríl 1776.3
Þar er vegum skipt í byggðavegi og fjallvegi. Þeim skyldi ár-
lega haldið við og nýir ruddir, en trébrýr byggðar yfir minni ár
og læki. Ferjum átti að halda við, þar sem þær þegar væru, og
nýjum komið upp, þar sem sýslumönnum og „beztu mönnum"
þótti henta. Á lengri fjallvegum, þar sem ekki var hægt að leggja
vegi, skyldu vörður reistar svo þétt, að tvær sæjust í senn, þótt
dimmviðri væri. Báðum megin við slíka fjallvegi átti að reisa
sæluhús, ef langt var til bæja. Engin ákvæði eru um kláfa í þessari
tilskipun, en nokkur fyrirmæli eða leiðbeiningar um vegagerð.
Vegir áttu að vera það breiðir, að tveir hestar með klyfjum gætu
mætzt, eða minnst sex álnir, og óþarfar beygjur skyldi forðast.
Steinum bar að ryðja úr braut það langt, að þeir ylm ekki inn á
aftur! Lægi vegur um mýri, átti að grafa skurði báðum megin og
nota uppgröftinn í veginn og bera grjót og möl ofan í. Alla vega-
gerð átm þegnar hans hátignar að inna af hendi kauplaust. Á
manntalsþingum bar sýslumönnum að úthluta hverjum verkfær-
um manni tilteknum vegarspotta til ruðnings. Ekki skyldi hann þó
vera svo langur, að vanhöld yrðu á öðrum nauðsynjaverkum.
Lagningu nýrra vega var talið heppilegra að fela ábúendum nokk-
urra jarða eða byggðarlags. Vegabæmr skyldu framkvæmdar frá
miðjum maí til miðs júní. Brot á ákvæðum þessarar tilskipunar
vörðuðu sektum, og var sýslumönnum falið eftirlit með fram-
kvæmd hennar. Átm þeir að gefa amtmönnum árlega skýrslu.
Þessi tilskipun gilti til 15. marz 1861. Thorvald Krabbe telur
árangur hennar lítinn, en hér og þar í byggðum hafi verið gert
við versm torfærurnar, þannig að ríðandi mönnum og klyfjahest-
um var óhætt, nema við fallvötn. Engir akvegir voru gerðir, en
menn vöknuðu til vitundar um mikilvægi þessa máls. Af því leiddi
stofnun Fjallvegafélagsins í Reykjavík 1831. Aðalhvatamenn fé-
lagsins voru Bjarni Thorarensen skáld og Þorgrímur Thomsen á
Bessastöðum. í upphafi lét félagið vinna fyrir eigin samskot, en
62