Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 65
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
fékk bráðlega 400 ríkisdala árlegan styrk.4 Það lét m. a. varða
Holtavörðuheiði og reisa sæluhús í Fornahvammi.5
A fundi embættismannanefndarinnar svokölluðu, árið 1839,
flutti C. E. Bardenfleth stiftamtmaður frumvarp um vegabætur.
Samkvæmt því skyldu vegir flokkaðir í þjóðvegi og aukavegi.
Einn þjóðvegur yrði um hverja sýslu. Skyldu jarðeigendur leggja
land og efni til hans, en þá mátti ekki byggja yfir tún. Þeir sem
höfðu heimilisfesti innan tveggja mílna frá veginum, áttu að
leggja hann. Fór það eftir auðlegð hvers og eins, hvað mörg dags-
verk hann lagði til, minnst tvö og mest fjögur. Undanþegnir
vinnukvöðinni voru allir embættismenn. Eftirlit með framkvæmd-
um skyldu hreppstjórar sjá um.c Embættismennirnir kusu þriggja
manna nefnd til að athuga málið og leggja fram álit á næsta fundi,
en til hans var boðað árið 1841. Þá lagði Bjarni Thorarensen
fram nýtt frumvarp, sem hann hafði samið. Um það varð mikill
ágreiningur, og var Bjarni Thorsteinsson kjörinn til að samræma
sjónarmiðin með nafna sínum og leggja málið fyrir næsta nefnd-
arfund eða hið nýja alþingi, þegar það kæmi saman. Ur því varð
ekki, m. a. fyrir þá sök, að Bjarni Thorarensen lézt sama ár.7
Frumvarp Bardenfleths var spor í þá átt að sníða af helztu
agnúa tilskipunarinnar frá 1776. I umræðum á alþingi 1855—
1859 kemur glögglega fram, hverjir þeir voru:
Skylduvinnan var mönnum þyrnir í augum. Ymist mætm menn
ekki eða vikust undan henni á einn eða annan veg, t. d. með því
að senda gamalmenni, „liðlítinn únglíng eða stelpu í vegabæturn-
ar, hver þá eingu geta afkastað, sem nokkur aflraun er í“.8 Menn
voru boðaðir í vinnuna ákveðna daga, og þeir sem fjærst bjuggu
þurftu drjúgan tíma til að komast á vinnustað, allt að heilan dag.
Bardenfleth reyndi að ráða bót á þessu í frumvarpi sínu með því
að takmarka vinnukvöðina við ákveðna fjarlægð frá vinnustað.
Samkvæmt tilskipuninni lenti vinnukvöðin óneitanlega með
mismunandi þunga á mönnum, eftir því hversu mikil umferð var
um vegina í hverri sveit. I sumum hreppum voru vegirnir ein-
ungis farnir af íbúunum sjálfum, en í öðrum hagaði svo til, að
þeir voru í þjóðbraut.0 Yitaskuld reyndi meira á þá og þeim mun
63