Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 66
SKAGFIRBINGABÓK
meiri vinna var við viðhald þeirra, ef vel átti að vera. Með því
að skipta öllum vegum í þjóðvegi og aukavegi og einn þjóðvegur
lægi um hverja sýslu, hefur Bardenfleth ætlað að ráða nokkra bót
á þessu misrétti, því að ætlun hans var, að allir sýslubúar ynnu
við þjóðvegi.
Ein orsök þess, að tilskipunin var að mestu dauður bókstafur,
var sú, að ofætlun var einum manni að hafa eftirlit með öllum
vegaframkvæmdum í hverri sýslu. Bardenfleth vildi fá hreppstjór-
um þetta verkefni. Raunar hafði svo verið gert með „hreppstjóra-
instrúxinu“ 24. nóv. 1809, þar sem þeim var falið eftirlit með
vegabótum, ruðningum, vörðum, sæluhúsum og ferjum, en komið
fyrir lítið.10 Vegirnir „á Islandi eru þegjandi vottar og sýna það
bezt sjálfir; ef sýslumaðurinn og amtmaðurinn hafa verið dug-
legir menn, þá hefir eitthvað dálítið verið gjört að vegabótum;
en hafi sýslumenn ekki verið duglegir, en amtmaðurinn linur í
sókninni, hefir alls ekkert verið aðgjört1'.11
Samkvæmt tilskipuninni átti að vinna við vegi frá miðjum maí
til miðs júní. Sú grein var sett, til þess að bændur tefðust síður
frá nauðsynlegum bústörfum. Sá ljóður var á þessari ráðstöfun,
að um þetta leyti árs er frost varla farið úr jörðu og snjór enn á
fjallvegum, þannig að vegabætur komu ekki að jafnmiklum not-
um og ella.12
Fyrir alþingi 1855 lágu tvær bænaskrár um vegabótamál, þar
sem vikið er að helztu göllum tilskipunarinnar frá 1776 og hve
lítinn árangur hún hafi borið. Þingmenn ræddu þær nokkuð og
sendu bænaskrá til konungs.13 Þingið fór þess á leit, að hann
legði fyrir næsta alþing frumvarp um vegi. Einkum voru það tvö
atriði, sem þingmenn óskuðu eftir breytingum á: Glöggur greinar-
munur yrði gerður á þjóðvegum og innanhéraðsvegum, sem ekki
væru alfaravegir. Yrðu þjóðvegir að öllu leyti kostaðir af „hinu
opinbera“. Skyldi amtmaður jafna kostnaði niður á amtsbúa. Við
aukavegi innanhéraðs væri heimilt að hafa einhverja skylduvinnu,
þó mjög í hófi.
Konungur lagði frumvarp um vegi fyrir alþingi 1857. I greinar-
gerð var vikið nokkuð að helztu göllum fyrri ákvæða og hinu
64