Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 68
SKAGFIRBINGABÓK
III.
Tilskipnn um vegi 15. marz 18611
Aíeð þessari tilskipun er skipting Bardenfleths á vegakerf-
inu í þjóðvegi og aukavegi upp tekin. Þær leiðir áttu að vera þjóð-
vegir, sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um í kaupstað, fiskiver
eða á annan þann stað, sem menn komu saman. Alfaravegir milli
sýslna og almennir póstvegir áttu einnig að teljast þjóðvegir. Hrepp-
stjórar og sýslumenn áttu að gera tillögur um aukavegi og þjóðvegi
og senda amtmanni til úrskurðar. Ef unnt væri, skyldu þjóðvegir
halda sömu stefnu og fyrr. Þeir áttu að vera fimm álnir á breidd,
en sýslumaður gat veitt undanþágur frá því ákvæði. Landeigendur
voru skyldugir til að leggja land og efni til vega án endurgjalds.
Ekki mátti þó leggja veg yfir tún eða umgirt landssvæði, nema
bætur kæmu fyrir. Þjóðvegagjald bar öllum verkfærum karlmönn-
um að greiða án tillits til mannfélagsstöðu. Þetta gjald nam sem
svaraði hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá. Attu hreppstjórar að
senda sýslumanni skýrslu um verkfæra menn og hann síðan að
jafna gjaldinu niður.
Vinnu við þjóðvegi skyldi bjóða út og taka lægsta tilboði.
Sýslumaður mátti þó hafa aðra tilhögun á, ef hann taldi það hent-
ugra. Ibúar hvers hrepps áttu að vinna við aukavegi. Það var
skylduvinna, sem allir verkfærir karlmenn, 20-60 ára, átm að
inna af hendi eftir efnum og ástæðum að mati hreppstjóra. Ef
hreppsbúar æsktu þess, að verkið yrði unnið fyrir kaup, skyldi
gjaldi jafnað niður á þá verkfæra menn, sem ella átm að leysa
af hendi vinnukvöðina. Húsbændum bar þó að greiða fyrir þá
menn, sem voru í þjónustu þeirra.
Aukavegir áttu að vera minnst þriggja álna breiðir; að öðru
leyti giltu um þá sömu reglur og fyrr. Bæmr á þeim skyldu unnar
ekki seinna en í júnímánuði, og ákvað hreppstjóri dagana. Vinna
átti frá dagmálum til náttmála, og heimiluð var tveggja stunda
hvíld hvern dag. Sýslumenn og amtmenn höfðu með höndum
66