Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 72
SKAGFIRBINGABÓK
Samgöngumál í Skagafirði virðast hafa verið tekin svipuðum
tökum og almennt gerðist á landinu þá tæpu öld, sem hér um
ræðir. Gildir þetta hvort heldur um er að ræða landsvæðið vestan
eða austan Héraðsvatna, en þau skiptu héraðinu í tvo hluta, hvað
samgöngur varðaði. A Vötnunum voru raunar mörg vöð, en þau
voru breytin og varasöm, í vexti einatt óreið. Ferjum var snemma
komið upp við Vötnin, og þegar hér er komið, var ferjað frá
Völlum, Sjávarborg, Eyhildarholti, Lóni, Utanverðunesi og víðar,
og verður nánar vikið að því síðar. Þrátt fyrir ferjurnar, voru
Héraðsvötn „eitthvert skæðasta vatnsfall á landinu og tóku eitt
mannslíf á hverju ári eða annað hvort ár“ 1850-1870.1 Þá má
benda á, að Héraðsvötn voru mönnum meiri farartálmi en hinn
hrikalegi Tröllaskagi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Mállýzku-
rannsóknir dr. Björns Guðfinnssonar sýna glögglega málfarsleg
skil um Héraðsvötn; framburður Austanvatnamanna var mjög á
sömu lund og Eyfirðinga,-
Þegar reynt er að gera sér grein fyrir hvert leiðir manna lágu
fyrrum, ber fyrst að nefna höfuðstað Norðurlands, Hóla í Hjalta-
dal, en þá lágu leiðir allra „heim að Hólum“. Þegar hér er komið
sögu, er reisn staðarins lítil orðin, enda bæði stóll og skóli af-
lagðir um aldamótin 1800. Fjöldi leiða lá frá Hólum norður yfir
fjöll til Eyjafjarðar. Hér skal einungis getið Hjaltadals- og Heljar-
dalsheiða, en á þeim báðum hafði einhver ruðningur verið fram-
kvæmdur.
Er einokun var lögleidd 1602, var öllum Skagfirðingum gert
að skyldu að verzla í Hofsósi. Má nærri geta hvílíkt óhagræði það
hefur verið t. d. bændum af Skaga, sem voru vanir að höndla við
kaupmenn í Höfðakaupstað, en þangað var tiltölulega greiðfært
eftir ýmsum vegum yfir Skagaheiði. Einokuninni var aflétt með
tilskipun árið 1787, er tók gildi 1. janúar 1788, en engu að síður
var Hafsteensverzlun í Hofsósi lengi vel eina verzlunin í hérað-
inu, og var bændum og búaliði meinilla við hana. Um 1830 fara
lausakaupmenn að sigla upp Hofsós, og varð úr mikið málastapp,
sem endaði með því, að hafin var verzlun í Grafarósi.
Á einokunartímanum og fram undir 1825 sóttu því langflestir
70