Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 74
SKAGFIRBINGABÓK
Skagfirðingar verzlun til Hofsóss. Er því augljóst mál, að þangað
lágu leiðir mikils fjölda manna, og af heimildum má ráða, að
nokkuð var unnið við vegi í grennd kaupstaðarins. Engu að síður
voru þó farartálmarnir margir á leiðinni. Bændur vestan Vatna
þurftu að fara yfir Héraðsvötn á leið sinni bæði heiman og heim,
sumir tvisvar. Má nærri geta, hversu erfitt það hefur verið. Skaga-
menn þurftu að auki að fara yfir Gönguskarðsá, sem oft var erfitt
vatnsfall. Til forna var brú á ánni hjá svonefndu Brúarlandi, en
hún var löngu fallin. „Mætti enn að vísu brúa ána með stórtrjám,
og væri á því mesta nauðsyn, því hún verður stórkostleg og oft
ófær á vorin, eins niður á eyrunum. Hefir hún á næstliðnum
mannsaldri orðið 20 mönnum að bana af hestum.“3
Þegar komið var yfir Héraðsvötnin urðu enn á veginum tvö
vatnsföll áður en komið var í Hofsósshöndlun, Kolka og Grafará.
Kolka „er stórgrýtt og því oft hættuleg yfirferðar, einkum á vorin,
ekki sízt vegna þess að vaðið á henni er rétt þar hjá, sem hún
fellur út í sjóinn. Af þessum sökum hafa margir menn farizt í
henni“.4 A Kolku var reynt að ferja frá Marbæli; ferjustaðurinn
var rétt fyrir ofan ósinn.5 Ferjuhald var raunar stopult og virðist
hafa verið miklum erfiðleikum bundið. Grafará er ekki stórt vatns-
fall, en „þó er hún víðast stórgrýtt og hvumleið yfirferðar, og
hefur þótt mannskæð“.6
Þegar einokun var aflétt, tóku Skagfirðingar að litast um eftir
hentugum verzlunarstað. I því skyni beindust augu bænda í Skaga-
fjarðardölum til Akureyrar. Ferðir þangað voru ekki vandalausar,
því að margir þurftu að fara yfir Jökulsárnar, en vöð á þeim
voru stórhættuleg vegna stórgrýtis og straumhörku. Flestir fóru
yfir Nýjabæjarfjall, en einhverjir lögðu leið sína eftir Norðurár-
dal og um Öxnadalsheiði. Á þeim vegi voru það einkum Norðurá
og þverár hennar, Valagilsá og Kotá, sem gerðu mönnum gramt
í geði. „Þær eru mjög straumharðar og því oft ófærar á vorin,
enda granda þær oft mönnum og hestum, en jafn skjótlega dregur
úr þeim aftur og þær vaxa.“7 En af þeim ám, sem íbúar í fram-
sveitum Skagafjarðar áttu við að etja, var Svartá mannskæðust;
um 1840 var tekið að ferja yfir hana frá Húsey.
72