Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 76
SKAGFIRBINGABOK
Hjeraðsvötnin hjá Völlum uppá Dalsáreyrar, fram Blöndu-
hlíð og Norðurárdal og norður Yxnadalsheiði að Grjótá eða
Vatnsgötu.
2. Frá Dalsá austan Vatna út að Lóni, þaðan til Hofsóss, út í
Fljót og upp á Siglufjarðarskarð.
3. Frá Völlum út með Vötnum, um Geldingaholtseyjar, upp
yfir Húseyjarkvísl á Djúpavaði um Marbæli og hjá Reyni-
stað til Sauðárkróks. Vegurinn frá Sauðárkróki út yfir Laxár-
dalsheiði og vestur Hrafnagilsfjall er ekki tekinn í þjóðvega-
tölu ... nema heiðin sjálf.
4. Frá Sauðárkróki austur yfir Osa og um Hegranes utanvert á
þjóðveginn hjá Lóni.“12
Af þessu er auðsætt, að þrjár leiðir voru einkum farnar úr
héraðinu, Vatnsskarð, Oxnadalsheiði og Siglufjarðarskarð. Að vísu
var nokkru fé varið til vegabóta á Heljardalsheiði, en hún mun
ekki hafa verið eins fjölfarin og hinar þrjár. Gera má ráð fyrir,
að Skagamenn hafi áfram farið sínar gömlu leiðir, en að sjálf-
sögðu fækkaði ferðum þeirra í Húnaþing, þegar verzlun kom á
Sauðárkrók. Hins vegar tók mikill fjöldi Húnvetninga að verzla
á Króknum.
Með þessari skiptingu veganna er reynt að mynda eins konar
net þjóðvega um sýsluna, þar sem leiðir flestra lágu. Utan þessa
svæðis lentu að mestu íbúar Skagafjarðardala, Lýtingar, Skaga-
bændur og Hólahreppingar.
Aukavegirnir áttu að tengja einstakar byggðir. Þá áttu bændur
að leggja og viðhalda í skylduvinnu eða kaupa sig undan þeirri
kvöð. Vinna við aukavegi var slitrótt og misjafnlega að staðið.
Sem dæmi skal hér tekinn Rípurhreppur. Að mati Olafs Sigurðs-
sonar, umboðsmanns í Asi, voru vegir þar „óþarflega margir, og
löng og leiðinleg lýsing þeirra“.13 Vegabótum við aukavegi
hreppsins var úthlutað árin 1861, 1867, 1869, 1870 og 1874.
Yfirleitt var framkvæmd þeirra þannig háttað, að menn frá hverj-
74