Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 80
SKAGFIRBINGABÓK
11 Alþ.tíð. 1855, bls. 452.
12 Gjörðabók sýslunefndar Skagafjarðarsýslu 1875.
13 Bréfabók Rípurhrepps 1859—1879.
14 Sama rit.
15 Norðanfari, 5. árgangur, bls. 54—55.
V.
Kláfar 1874-1904
Sú skoðun hefur verið útbreidd, að kláfar hafi tíðkazt á ís-
landi frá fyrstu tíð. I nýlegri B.A.-ritgerð hefur Gunnlaugur Ingólfs-
son sýnt fram á, að svo er ekki víst, raunar fremur ólíklegt.1 Elzta
heimild, sem hann hefur fundið um kláfa, er frá því um 1750,
en þar greinir frá kláfi á Jökulsá á Dal. Af henni er ljóst, að kláf-
dráttur hefur verið yfir ána um skeið, þegar heimildin er færð í
letur, hversu lengi er ekki víst.
Frá Jökuldal bárust kláfarnir um Austurland, allt suður í Lón,
og til Norðurlands, vestur að Blöndu, en mest og almennust var
notkun þeirra á Jökuldal og í Skagafirði.
Munnmæli, sem menn hafa tekið góð og gild, segja kláf hafa
verið upp settan á Jökulsá eystri um miðja 19. öld.* Guðmundur
Guðmundsson, bóndi á Abæ í Austurdal, stóð fyrir þeirri fram-
kvæmd.
Smáljóð Jónasar Hallgrímssonar í ljóðaflokknum Annes og
eyjar eru mörgum hugstæð. Tvö þeirra eru tengd Skagafirði,
Drangey og Hestklettur. Hið fyrrnefnda kannast flestir við, en
það síðartalda er miður þekkt:
Meðan Hestklettur heldur
og hinum megin er ás
* Síðan þetta var ritað hefur höf. fundið bréf í Þjóðskjalasafni frá bænd-
um í Austurdal, þar sem kláfurinn er sagður á ánni árið 1856.
78