Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 81
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
og bandi bundið á milli,
er brú yfir þessa rás.
Jökulsárnar, þær æða
ofan á löndin slétt
og velta eins og vitlaus skepna
votan fram um klett.
En Jóni tókst í Tungu
að tölta yfir þessa geil.
Bandspotta batt hann þar yfrum,
bóndinn, og kallar það seil,2
I Ritum Jónasar Hallgrímssonar (I., bls. 361), sem Matthías
Þórðarson gaf út, segir, að þarna sé um að ræða kláf við Hestklett
hjá Flatatungu. Hann segir, að Jónas hafi verið ferjaður yfir Vötn-
in í þessum kláf sumarið 1841, á ferðum sínum norður og norðan.
Jón sá, er um getur í lokaerindinu, hafi verið Sveinsson, vinnu-
maður í Flatatungu fram um 1840. Þetta fær varla staðizt, þar
sem nokkuð er ljóst, að kláfur var ekki upp settur við Flatatungu
fyrr en síðar, t. d. er ekki minnst á kláf á þessum slóðum í Sýslu-
og sóknalýsingum, sem samdar eru um þetta leyti. Jónas hafði
annað tilefni í huga, þegar hann orti vísurnar um Hestklett, sem
nú skal greint: Vorið 1817 fluttu búferlum Jón Einarsson og
kona hans, Guðríður Olafsdóttir, frá Anastöðum í Svartárdal að
Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þurftu þau að flytja alla búslóð yfir
Héraðsvötn. Jón tók það ráð upp, sem menn vissu eigi fyrr hafa
gert verið, að hann hlóð saman stórgrýti báðum megin Vatnanna,
þar sem þau runnu þröngt í gilinu undan Tyrfingsstöðum,
strengdi síðan kaðal milli hleðslnanna og smeygði járnhring (aðrir
segja sterkri hrútshögld) á kaðalinn og járnkrók í hann. Á þennan
útbúnað festi hann síðan dráttartaugar, smeygði króknum í silann
á böggunum og dró búslóðina yfir. Þetta kölluðu menn „seil“ á
þeirri tíð og þótti framtakssemi og dugnaður og sparaði tíma og
erfiði, ekki sízt þar sem Héraðsvötn voru í vexti. Guðríður var
79