Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 82
SKAGFIRBIN GABOK
komin í Tyrfingsstaði og hafði tvo menn sér til aðstoðar á bakk-
anum til að taka á móti flutningnum af seilinni. Sveitungar Jóns,
tveir eða þrír, voru með honum að vestanverðu. Er lokið var við
að seila alla búslóðina yfir, lét Jón binda sig í seilina og ætlaði
að fara yfir á eftir farangri sínum. Sá Guðríður hvað bóndi henn-
ar hafðist að og sneri heim með pilta sína og vildi ekki draga.
Er Jón varð þess var lét hann leysa sig, tók brúnskjótta hryssu,
mikið orkuhross, og reið út með Vötnum, allt að Héraðsdal, þar
sem hann hleypti á sund, reið síðan Norðurá illfæra og heim í
Tyrfingsstaði. Þar bjó hann í fjögur ár, en frá 1821 bjó hann í
Flatatungu og var í góðum efnum, þegar hann brá búi 1828.
Stefán Jónsson, fræðimaður á Höskuldsstöðum, skráði sögn þessa
eftir dóttursonum Jóns, Stefáni Eiríkssyni á Höskuldsstöðum og
Símoni Eiríkssyni í Litladal. Kemur hún prýðilega heim og saman
við kvæði Jónasar. En nú skal vikið að kláfum þeim, sem settir
voru á vatnsföll í Skagafirði það tímabil, sem hér um ræðir.
Fyrir fundi sýslunefndar Skagafjarðarsýslu 1874 lá bænaskrá
frá bændum í fremri hluta Lýtingsstaðahrepps. Töldu þeir brýna
nauðsyn bera til að koma upp kláfi á Jökulsá vestari. „A vetrum
ryður hún af sér allar ísbrýr, vegna kulda verslis, en allt vorið
fram á lestatíma, og stundum sumarlangt, helzt vöxtur í henni.“3
Sökum þessa veittist bændum og búaliði erfitt að sækja kirkju,
og eins reyndist stundum erfitt að koma fé á afrétt eða sækja þing
og lögboðna fundi. Oft þurftu menn að hrekjast niður með Vötn-
unum í von um ferju eða bíða við ána „í margar vikur“. Lýtingar
mæltust til þess, að fá eins árs vegagjald af hreppsbúum til kláfs,
til lausnar þessu vandræðaástandi.4 Sýslunefndarmenn efuðust um
rétt sinn til að veita þetta fé, en samþykktu að verja 25 ríkisdöl-
um til þessarar framkvæmdar, ef amtmaður yrði því ekki mót-
fallinn.
Eggert Briem, sýslumaður og oddviti sýslunefndar, skrifaði amt-
manni og fór fram á, að hálft vegagjald Lýtingsstaðahrepps næsta
ár rynni til kláfs á Jökulsá vestari, „það vonzku vatnsfalI'V’
Sýslumaður taldi þetta sanngjarnt, þar eð allt vegagjaldið rynni
ella út úr hreppnum, því þar var enginn þjóðvegur.
BO