Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 83
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Amtmaður samþykkti þetta fyrir sitt leyti og fól sýslumanni
þénustusamlega að sjá um „að drætti þessum verði vel og vand-
lega fyrir komið, svo óhætt verði að enga hættu geti þaraf leitt.“ö
Ekkert var því lengur til fyrirstöðu að kláfnum yrði komið
upp, og var svo gert sumarið 1875. Hann kostaði 135 krónur og
66 aura. Til er nákvæm lýsing á kláfnum eða kláfdrættinum,
eins og þessi farartæki voru oft kölluð:
„Samkvæmt brjefi yðar, velborni herra sýslumaður!
frá 20. jan. þ. á. útnefndi jeg Jónas lækni Jónsson á
Tunguhálsi til að skoða með mjer nákvæmlega alla
gjörð og fyrirkomulag á drætti þeim, er settur var á
Jökulsá í Vesturdal á næstliðnu sumri, og viljum vjer
ekki láta lengur hjálíða, að gefa yður álit vort um fyrir-
komulag hans, samt senda yður reikning yfir allan kostn-
aðinn.
Fyrirkomulag og gjörð dráttarins er sem fylgir:
Drátturinn er í landnorður frá Goðdölum á 17 faðma
millibili; að vestanverðu er klöpp, hjerum bil 6 ál. á
hæð frá yfirborði vatnsins, en að austan er hlaðinn stöp-
ull úr grjóti og torfi á milli, er stendur á lágu klett-
bergi, hlaðinn framan í brattan mel. Hann er 3 ál. á
hæð að framanverðu, en breiddin hjerum bil 4 ál. Tveir
trjestólpar standa upp á endann í honum miðjum, niður
í botn; standa endarnir !/<> a^n uppúr stöplinum, með
1 ál. millibili. Þeir eru sívalir og 22 þl. ummáls. Að
vestanverðu eru 2 trjestólpar grafnir niður á bak við
jarðfastan stein. Þeir eru 21/4 al. á hæð, og er helmingur
þeirra í jörðu, fjórhliðaðir og 6 þl. á hlið. Niður við
grassvörðinn er stallað þvertrje inn í stólpana og neglt
með sterkum járnnöglum og annað á endanum að ofan-
verðu, og er 1 al. á milli þeirra. Bak við stólpana, milli
þvertrjánna, er vinda úr sívölum rekaviðarkubb, 23 þl.
ummáls, girt með fjórum sterkum járngjörðum, og
ganga endar vindunnar í gegnum þar til gjörðan um-
6
81