Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 84
SKAGFIRBINGABÓK
búnað, sem negldur er á stöplana. I gegnum vinduna
eru 6 göt á víxl, sem járnboltum er smeygt í þegar vind-
unni er snúið. Standa þeir kyrrir í vindunni milli þess,
sem strengdur er kaðallinn, og hvíla þá við efra þver-
trjeð. Sterkur kaðall ... liggur yfir ána beggja megin;
að austanverðu er honum brugðið um endana á stöpl-
unum, og festur með járnkengjum. En að vestan er end-
unum á köðlunum smeygt í gegnum göt á vindunni,
svo kaðallinn vefst upp, þegar vindunni er snúið, og má
þannig strengja hann eptir þörfum. Eptir köðlunum fer
kláfurinn á 4 hjólum, sem sett eru utan á stuðlana með
trjeklömpum og skrúfuboltum, sem ganga gegnum
stuðlana og klampana, 10 þl. að lengd. Hjólin eru 6 þl.
þvermáls og 2l/o þl. að þykkt úr hörðu og fínu trje, og
eru steyptir eyrhólkar innaní þeim. Kláfurinn er að
lengd 1 al. og 17 þl., breidd 1 al., dýpt 21 þl. Stuðlarnir
á lengd 1 al. 4 þl. og 4 þl. á hlið, fjórhliðaðir. Botn,
hliðar og gaflar kláfsins eru úr heilum borðum. I göfl-
um kláfsins eru járnkengir, og þar í festur mjór kaðall,
og eru endar hans festir í stöplana beggja vegna; hann
hefir tvöfalda lengd við millibilið. Þegar tekið er í kaðal
þennan, rennur kláfurinn á hjólunum fram og aptur
yfir ána.
Tunguhálsi 24. marz 1875
S. Arnason Jónas Jónsson."7
Þessi kláfur var í notkun til 1896 eða 1897, er brú var byggð
á ána.
Þann 14. marz 1878 lét hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps þau
boð út ganga, að almennur hreppsfundur yrði haldinn að Lýtings-
stöðum hinn 1. apríl. Þar skyldi m. a. rætt, hvort og þá hvernig
unnt væri að setja kláf á Héraðsvötn nálægt Flatatungu. „Vér
útlistum hér ekki neitt nauðsyn ofangreindra málefna, sem vér að
vísu vonum, að sé augljós... En vér brýnum það alvarlega fyrir
82