Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 87
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRSX
drætti á Vötnin fyrir neðan Flatatungu. Kostnaðaráætlun nam
600 krónum, en sýslunefnd samþykkti að veita 200 krónur til
þessa verks í samræmi við fyrri samþykkt um þetta mál.
Sumarið 1879 var kláfurinn settur upp. Kostaði hann 517,77
krónur. Hreppsbúar í Lýtingsstaða- og Akrahreppi öfluðu fjár til
hans, m. a. með samskotum og hlutaveltu að Silfrastöðum. Eng-
inn styrkur fékkst hjá höndlurum við Eyjafjörð.
Árið 1887 sóttu ábúendur Merkigils, Skatastaða og Ábæjar um
200 króna styrk til að koma upp kláfdrætti á Jökulsá eystri. Sögðu
bændur ána að jafnaði illa yfirferðar, enda væri hún bæði straum-
hörð og stórgrýtt. Sýslunefnd taldi þessa framkvæmd nauðsynja-
mál, en þar eð hún varðaði svo fáa bæi, gæti sýslan ekki kostað
hana að öllu leyti. Settu nefndarmenn það skilyrði fyrir fjárveit-
ingu, að þeir, sem næstir byggju, legðu fram helming kostnaðar.
Næsta ár lá fyrir sýslunefnd beiðni sömu aðilja um 100 króna
styrk til kláfsins gegn jafnmiklu framlagi íbúa Akrahrepps og
Austurdals. Sakir fjárskorts taldi sýslunefnd ekki fært að verja
nema 50 krónum til þessa dráttar, en eigi að síður var hann settur
upp sumarið 1889 eða 1890. Ekki er fullljóst, hvort hér var um
nýsmíði að ræða ellegar endurnýjun brautryðjendaverks Guðmund-
ar á Ábæ.
Þennan kláf tók af í hlaupi veturinn 1902—1903, og næstu
tvö ár veitti sýslunefnd samtals 150 krónur til að endurbyggja
hann, en nokkrir bændur þar fremra sendu alþingi bænaskrá:9
„Þannig er varið landslagi í Austurdal, að á mikil — Aust-
ari Jökulsá — rennur eftir dalnum miðjum, og eru að henni
afar mikil gljúfur alla leið frá Flatatungu og fram að Skata-
stöðum, sem er fremsti bærinn í dalnum að vestanverðu, en
úr því rennur hún á stórgrýttum eyrum.
Á öllu fyrrgreindu svæði er hvergi hægt að koma hesti að
eða frá ánni, nema suður og ofanundan Keldulandi, sem er
hérumbil á miðjum „Kjálkanum“.... Þar er vað, en alls
ófært aðra tíma en þá sem áin er í allra minnsta vexti.
85