Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 89
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
um kláfdrætti þessum á, í forsvaranlegu standi, svo hægt yrði
að ferja hesta á honum, þar sem öðruvísi kláfdráttur er okkur
í alla staði ónógur, einkum vegna þess, að enginn sundstaður
er fyrir hesta þar nokkurs staðar nálægur.
Síðastliðinn vetur leituðum við því til sýslunefndarinnar
í Skagafjarðarsýslu og báðum hana um fjárstyrk, og veitti
hún til þessa fyrirtækis 50 krónur. Sömuleiðis höfum við
nokkurn veginn vissa von um 25 króna styrk úr hreppsvega-
sjóði Akrahrepps; en þar sem við sjáum, að þetta þegar
fengna fje ekki verður einu sinni Va partur af því fé, er kláf-
dráttar hestaferja mun kosta, með tilheyrandi útbúnaði, þá
snúum við okkur til hins heiðraða alþingis með þessa fjár-
beiðni.“
Þorsteinn Sigurðsson, snikkari á Sauðárkróki, vottar á meðfylgj-
andi skjali, að ekki sé unnt að koma kláfdrætti þessum upp fyrir
lægri upphæð en sem nemi 400 krónum.
A alþingi 1903 flutti Olafur Briem viðaukatillögu við fjárlög
fyrir árin 1904 og 1905. Hann lagði til, að 400 krónum yrði
varið til kláfdráttarins á Jökulsá eystri.10 Alþingismönnum fannst
beiðni þessi varða svo fáa, auk þess sem þetta væri tiltölulega
lítil upphæð, að sýslunefnd ætti að vera einfær um málið. Ölafur
sagði, að kláfurinn væri hvorki á sýsluvegi né hreppsvegi, og því
bæri sýslunefnd eða hreppsnefnd engin skylda til að greiða kostn-
að af þessari framkvæmd. Hins vegar væri afar nauðsynlegt, að
þessu yrði hrint í framkvæmd, því í Austurdal væru samgöngu-
erfiðleikar meiri en víðast hvar á landinu. 400 krónur væru því
ekki mikil upphæð miðað við þá erfiðleika, sem hún leysti.
Skemmst er frá því að segja, að tillagan fékk ekki brautargengi,
en kláfur var setmr á ána um haustið.
í vegalögum var ekkert, sem skyldaði sýsluvegasjóði til að taka
þátt í smíði kláfa eða halda þeim við. Styrkir sýslunefndar Skaga-
87