Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
fjarðarsýslu til þessara samgöngutækja voru þannig hennar eigið
framtak fyrir hvatningu héraðsbúa.
Þegar kláfarnir voru komnir á sinn stað, hafði sýslunefnd yfir-
leitt lítil afskipti af þeim. Þó veitti hún stundum styrki til meiri
háttar viðgerða, gegn jöfnu framlagi viðkomandi hreppa eða ann-
arra aðilja. Hreppsnefndir höfðu veg og vanda af rekstri kláfanna.
Til að standa undir kostnaði, sem af því hlaust, greiddu vegfar-
endur sérstakan toll, sem skiptist að hálfu milli ferjumanns og
kláfsjóðs. Til er reglugerð um „flutning og flutningsgjald á Hjer-
aðsvatnakláfnum, samin 15. maí 1888“:11
„1. gr. Menn lausir og liðugir eða með reiðtíum
og eldri en 12 ára ................. 0,20 aura
2. „ Barn 12 ára og yngra ...................... 0,10 „
3. „ Ær og veturgamalt, fyrir hverja kind . 0,05 „
4. „ Sauð tveggja vetra og gelda á, hverja um
sig ...................................... 0,06 „
5. „ Sauð eldri en tveggja vetra og hrúta 0,08 „
6. „ Haustlamb ................................. 0.04 „
7. „ Fráfærulamb ............................... 0,02 „
8. „ Folald ................................. 0.16 „
9. „ Kálf ...................................... 0,16 „
10. „ Fyrir klyfjar af hrossi sem rúmast í kláfn-
um í einu, með reiðing ................... 0,20 „
11. „ Fyrir klyf sem ekki rúmast nema ein í
einu .................................. 0,15 „
12. „ Fyrir lausan reiðing, þegar meira er flutt 0,04 „
13. „ Fyrir sendingar og brjef, þegar ekki er
maður nje annað flutt .................... 0,10 „
14. „ Ofangreint gjald á flutningsmaður hálft,
en kláfsjóður hálft.
15. „ Ekki skal flytja í einu nema 1 fullkom-
inn mann.
16. „ Flutningsmaður skal ekki flytja meira í
88