Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 91
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
einu, en einar fullkomnustu klyfjar af
hrossi og reiðing með.
17. „ Ekki skal flytja í einu nema 2 sauði
fveggja vetra eða eldri, eins geldar ær
og hrúta.
18. „ Skyldur skal flutningsmaður að flytja frá
febrúarmánaðarlokum til septembermán-
aðarloka, frá fótaferðar- til háttatíma. En
hina tíma ársins skal birta ráða og veður
leyfa.
19. „ Skyldur skal flutningsmaður að taka úr
kláfnum einungis að austan, en ekki að
láta í hann.
20. „ Enginn á frjálst að brúka kláfinn án
leyfis flutningsmanns.
21. „ Gjaldfríir að öllu leyti til kláfsins eru
fyrst kláfnefndin, og í öðru lagi ábúend-
ur jarðanna Flatatungu, Tunkukots, Lýt-
ingsstaða, Efrakots og Teigakots, því
þessar jarðir eiga lönd, og Flatamnga og
Tungukot eiga líka engjar að kláfnum.
En flutningsmanni ber nefndinni og ábú-
endum tjeðra jarða að borga.
22. „ Skyldur er flutningsmaður að innheimta
öll flutningsgjöld strax og hann flytur, að
öðrum kosti er hann ekki skyldugur að
flytja án borgunar jafnframt."
Rekstur kláfanna gekk yfirleitt vel, að því er séð verður. Þó
komu upp nokkrir erfiðleikar í sambandi við kláfinn á Héraðs-
vötnum árið 1893, því Þorkell Pálsson, sem verið hafði umsjónar-
maður kláfsins, neitaði að sinna lengur þeim starfa með þeim
kjörum, sem reglugerð dráttarins mælti fyrir. Hafði hann „sjer-
staklega þverneitað að hafa á hendi nokkra innheimtu til við-