Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 92
■SKAGFI R8IN GABOK
halds honum“.12 Vildi hann, að sýslunefnd tæki það að sér. Ef
til vill má draga þá ályktun af þessu, að menn hafi verið tregir
til að greiða gjald til viðhalds kláfnum; þótt nóg að greiða flutn-
ingsmanni það, sem honum bar.
Undanfærsla Þorkels í Flatatungu leiddi til þess, að kláfnum
var lokað vorið 1893. Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps vildi fá
rekstrarstyrk, en sýslunefnd færðist undan og lagði til, að kláf-
tollurinn yrði hækkaður. Hreppsnefnd lét krók koma móti bragði,
því árið 1894 neitaði hún að greiða brúagjald á þeirri forsendu,
að hún þyrfti að annast dýr samgöngutæki, þar sem væru kláf-
arnir. Þetta brúagjald var lagt á alla sýslubúa eða á eignir þeirra
og var notað til brúabygginga. Lýtingsstaðahreppur var einn fjöl-
mennasti hreppur sýslunnar og því mjög bagalegt, ef ekkert fjár-
magn kæmi þaðan. Sýslunefnd brá því skjótt við og samþykkti
að veita allríflegan styrk til kláfanna þetta ár og næsta, sem næmi
brúagjaldinu. Vonaði sýslunefnd, að hreppsnefnd félli þá frá neit-
un sinni.
Ekki finnast fleiri dæmi um ágreining sem þennan, enda voru
kláfarnir mikil og góð samgöngubót þeim bæjum, sem um langan
aldur höfðu átt við mikla einangrun að búa.
Kláfarnir leystu mikinn vanda þeirra, sem bjuggu í Skaga-
fjarðardölum. Erfið og hættuleg vöð á Jökulsánum voru síður
riðin, og slysum fækkaði. Það er því ekki að undrast, þótt bændur
legðu mikið á sig til að halda kláfunum í góðu lagi, enda voru
þeir notaðir lengur en víðast hvar annars staðar á landinu. Vafa-
lítið hafa þó margir verið sammála Hannesi Þorsteinssyni þjóð-
skjalaverði, en hann segir svo frá:13
„Frá Gilhaga fórum við á svonefndum „kláf" yfir Jökulsá.
... Vorum ferjaðir yfir frá Flatatungu. Höfðum við aldrei séð
slíkar ferjur áður, og leizt okkur fremur agalega á þennan
kassa, er dreginn var á köðlum yfir ána marga faðma fyrir
ofan vatnsflötinn. . . . Er betra að vera ekki lofthræddur eða
hætt við sundli, þá er verið er að draga menn yfir um í kláf-
um þessum."
5)0