Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 93
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Tilvitnanir:
1 Gunnl. Ing.: Um kláfferjur.
2 Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli, bls. 189.
3 Amtsskjöl Norður- og Austuramtsins, J-deild, nr. 12/1874.
4 Sama skjal.
5 Sama skjal.
6 Bréfabók Norður- og Ausuramtsins 1874—1875, nr. 14.
7 Amtsskjöl, J-deild 1873—1881.
8 Bréfabók Lýtingsstaðahrepps.
9 Skjalasafn alþingis, Nd. 56—[19]03.
10 Alþ.tíð. 1903, C,bls. 412.
11 Héraðsskjalasafn Skagafjarðarsýslu 10 fol.
12 Gjb. sn. Skfjs. 1893-
13 Hannes Þorsteinsson: Sjálfsævisaga, bls. 90.
VI.
Ferjur 1874-1904*
Ferjur voru frá fornu fari nær eingöngu á Héraðsvötn-
um, þótt til væru einnig á öðrum ám. Var mest kapp lagt á að halda
Vatnaferjunum í góðu ásigkomulagi. Bæði var, að Vötnin eru
mesta vatnsfallið, og yfir þau lágu mikilvægar samgönguleiðir.
Oft var ferjumannsstarfið kvöð á bændum, er bjuggu næst ferju-
staðnum. Bættist það ofan á daglega önn, sem var ærin fyrir, og
urðu bændur því ekki ætíð jafnröskir til aðstoðar ferðamönnum
og æskilegt hefði verið. Eftirfarandi saga er til vitnis um það:
„Þá bjuggumst við til ferðar yfir að Tindastóli og lögðum
af stað frá Hofsstaðaseli hinn 17. sept. [1792] Leiðin lá
yfir eystri kvísl Héraðsvatna yfir í Hegranes, og skyldu þau
farin á Asferju. Við komum að ferjustaðnum um kl. 1 síðd.,
* Hér verður ekki rakin persónusaga ferjumanna né annarra, er við sögu
koma. I því sambandi skal vísað til rita Kristmundar Bjarnasonar, Jóns
Osmanns og Sögu Sauðárkróks. Enn fremur má benda á prýðilega grein
um ferjumenn í Fórum Stefáns Vagnssonar.
91