Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
og eftir að við höfðum hrópað af öllum kröftum á ferju-
manninn í hálfa aðra klukkustund árangurslaust lét ég ann-
an fylgdarmanna minna hleypa á sund yfir ána og sækja
ferjuna. Þetta var þó engan veginn hættulaust, því að hest-
urinn gat festst í sandbleytu áður en svo yrði djúpt, að hann
næði sundinu. . . . Hér ætti því eins og víðar að vera bátur
eða ferjumenn beggja megin árinnar Hér var um lög-
ferju að ræða, eða ferjustað, þar sem ferjubátur á að vera tif
reiðu samkvæmt landslögum .. ."1
Það tilvik, sem Sveinn Pálsson greinir hér frá, er vafalaust ekki
einstakt í sinni röð. Þau eru mörg jökulvötnin, og vísast hafa
ferjumenn fengið sér vænan hádegisblund víðar en í Skagafirði.
Hefur því væntanlega fokið í fleiri en Svein, en hann hafði á
orði að kæra ferjumann fyrir réttum yfirvöldum.
Samkvæmt tilskipun um sveitarstjórnir 1872 bar sýslunefnd að
hafa veg og vanda af ferjum. A fyrsta fundi sýslunefndar Skaga-
fjarðarsýslu haustið 1874, var nokkuð rætt um tilhögun þeirra í
firðinum. I þeim umræðum kemur fram, að ferjur voru báðum
megin Austuróss Vatnanna; í Hegranesi var ferjað á hann frá
Garði og að austanverðu frá Lóni. Við Vesturósinn var aðeins
ferjað frá öðru landinu, því austara, og bjó ferjumaðurinn í Utan-
verðunesi. Nefndarmönnum kom saman um, að ófremdarástand
væri að ferja ekki frá vesturbakkanum og töldu brýnt að koma
því til leiðar. Hins vegar voru skiptar skoðanir um, hvort ferjað
skyldi frá Sjávarborg, sem átti land að ósnum, eða frá Sauðá. Um
Sauðárland var alfaravegur, en heim að Sjávarborg var krókur
fyrir ferðamenn og yfir „foræði að fara“. Síðar verður vikið að
lyktum þessa máls. I Hegranesi var einnig ferjað yfir Vötnin frá
Asi, á móti frá Hofsstöðum. Frá Kárastöðum var ferju haldið úti,
en ekki var unnt að fá flutning af vesturbakkanum, og taldi sýslu-
nefnd nauðsyn bera til að koma þar upp ferju. Urðu nefndarmenn
ásáttir um, að landsdrottinn Grænhóls, sem var bóndinn á Sjávar-
borg, skyldi sjá um og ábyrgjast ferju landseta síns, gegn því að
losna við ferjuskyldu á ósnum. Frá Eyhildarholti var ferjað yfir
92