Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 96
SKAGFIRBINGABÓK
svonefnda Kvíakvísl, sem var ein grein Vatnanna. Á Völlum var
ferja yfir Vötnin að vestanverðu, en frá austara landinu var ferjað
frá Miðgrund. Á Svartá eða Húseyjarkvísl var ferja í Húsey.
Sýslunefnd ákvað, að allar þessar ferjur skyldu vera lögferjur;
þær var ekki hægt að leggja niður, nema með samþykki amtsráðs.
Setti hún síðan eftirfarandi reglur um réttindi og skyldur ferju-
manna og notenda ferjanna: Enginn á næstu bæjum eða nálægt
lögferjunum hafði rétt til að ferja fólk eða fé annarra, nema ferju-
maður leyfði. Þegar tvær lögferjur voru á sama stað, áttu ferða-
menn að leita til ferjumannsins þeim megin, sem þeir komu,
nema þeir hefðu áður samið við ferjumanninn hinum megin að
sækja sig. Ferjumenn skyldu þó engan einkarétt hafa hvor gagn-
vart öðrum og gegna, ef kallað var eða merki gefið frá hinum
bakkanum. Undantekning var gerð með Hofsstaðaferjuna. Þar
var ferjumaðurinn ekki skyldur að ferja, nema komið væri heim
til hans.
Að lögum voru ferjumenn „skikkaðir" að hafa ferjur sínar í
góðu lagi. Ef ferjumaður var leiguliði, bar landeiganda að taka
ábyrgð á honum. Ef ferja var tekin án leyfis ferjumanns, varðaði
það sektum. Ekki þurftu ferjumenn að ferja, nema ferjutollur væri
greiddur út í hönd. Þó vonaði sýslunefnd, að þeir „yfirhöfuð sýni
linkind þegar ástæður eru til“.2
I framhaldi af þessu ákvað sýslunefnd ferjutolla á hinum ýmsu
ferjustöðum. Upphæðin er í skildingum.
Fyrir mann með reið- Fyrir klyfjar með Fyrir kind,
tygi reiðingi haustlamb
1. Húsey, Eyhildarholt .... 4 2 2
2. Vellir, Miðgrund, Kára- staðir, Ás 8 8 2
3. Hofsstaðir, Lón, Utan- verðunes 16 8 2
4. Garður 20 8 2
5 Sjávarborg, Sauðá 24 8 2
94