Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 97
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Síðan var nokkuð rætt um ferju á Kolku. Æskilegt var talið,
að ferja yrði á ánni, þar til hún yrði brúuð, og heppilegast töldu
menn að ferja frá Marbæli. Þar hafði áður verið ferja, en nú af
lögð. Sýslumanni var falið að kanna þetta nánar, og hafi sú könn-
un farið fram, hefur niðurstaða hennar verið neikvæð, því að
þetta mál var ekki framar rætt, enda voru þær ár, er Kolku
mynda, brúaðar nokkrum árum síðar.
A sýslufundi 1875 samþykkti sýslunefnd, að ferjan á Hrauna-
ósi yrði lögferja. Ferjað var frá Hraunum og Haganesi, og átti
ferjutollur að vera hinn sami og á Lóni. Lögferjur í héraðinu voru
því orðnar 14 talsins.
Nokkur misbrestur varð á framkvæmd þessara ákvarðana, sem
nú skal greint. Árið 1877 bárust kvartanir vegna vanefnda á
ferjuhaldi frá Húsey. Raunar voru skiptar skoðanir um ágæti þess
að ferja þaðan, töldu ýmsir heppilegra að ferja yfir Kvíslina frá
Löngumýri. Sýslunefnd vísaði þeim ágreiningi til hreppsnefndar
Seyluhrepps, og varð Húsey fyrir valinu. Ekki varð þó af fram-
kvæmdum, og árið 1880 var enn kvartað undan ferjuleysi þar
fremra. Kom upp úr kafinu, að bóndinn í Húsey þverneitaði að
takast á hendur ferjumannsstarfann og gaf sig í engu, þrátt fyrir
helmingshækkun ferjutolls. Vegna þessa leitaði sýslunefnd á náðir
amtsráðs og vildi fá úr því skorið, hvort landsdrottnum á lögskyld-
um ferjustöðum bæri að ferja gegn sanngjörnu gjaldi.
Amtsráð kvað upp úrskurð ári síðar, og tók það málstað sýslu-
nefndar og staðfesti, að sýslunefndir hefðu vald til að ákveða
ferjustaði og leggja þá kvöð á landeigendur að halda ferjuna eftir
að hún var fengin, en ekki væri unnt að gera þeim skylt að kaupa
eða smíða ferjubát. En það er af Húseyjarbónda að segja, að hann
þrjóskaðist við um hríð, en lét þó undan síga fyrir skýlausum úr-
skurði amtsráðs og eftirgangi sýslunga sinna og leysti starfann hið
bezta af hendi.
Árið 1877 var kvartað undan ferjuleysi við Vesturósinn, það
væri engan veginn fullnægjandi að ferja einungis af austara land-
inu. Rípurhreppingar ítrekuðu þessa kvörtun ári síðar, þar sem
ekkert hafði þokazt í áttina. Þeir töldu fjarska mikilvægt, að ferj-
95