Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 98
SKAGFI RÐINGABOK
an kæmist hið fyrsta á flot. Verzlunarstaður væri risinn á Krókn-
um, og læknir byggi á Sjávarborg, væri því fjölferðugt við ósinn.
En hér er sömu sögu að segja og frá Húsey. Sjávarborgarbóndi
var tregur til, unz úrskurður amtsráðs tók af öll tvímæli. Hann
skaut sér þó undan skyldu sinni með því að ábyrgjast ferju fyrir
landseta sinn á Tjörn.
Arið 1880 var Kárastaðaferja orðin mjög úr sér gengin, og var
ekkert ferjað þar um tíma, þar eð mönnum ægði við að stíga um
borð. Undan þessu var kvartað, en Olafur Sigurðsson, umboðs-
maður í Ási, tilkynnti, að ábúendaskipti væru í vændum, og hét
hann því að skylda næsta ábúanda til að hafa ferju „eptirleiðis í
gildu standi“.4 Ekki verður séð af heimildum, að nokkurn tíma
væri ferjað frá Grænhóli, sem var eðlilegur ferjustaður af vestur-
bakkanum móti Kárastaðaferju.
Eftir þetta voru ferjumál héraðsins til fyrirmyndar; ferjuhald á
hinum ákveðnu stöðum var nokkuð samfellt. Almenningur virðist
hafa verið ánægður með skipan þessa, því einungis ein beiðni kom
um breytta tilhögun, eða réttar sagt um nýja ferju.
Árið 1878 barst sýslunefnd beiðni frá hreppsnefnd Lýtings-
staðahrepps um að koma upp lögferju á Vötnin í framhluta hér-
aðsins. Sýslunefnd fól nefndinni að kanna væntanlegan ferjustað
og jafnframt að athuga, hvort hentugur staður fyndist fyrir kláf,
sem hreppsnefnd taldi jafnvel frekar koma til greina, því hann
væri hægt að nota allt árið. Að athugun lokinni var kláfurinn
valinn, og var hann settur upp við Flatatungu sumarið 1879.
Árið 1886 samþykkti sýslunefnd nýja ferjutolla:
Hraun Hapanes 40 aurar 40 „
Lón 40 „
50 „
40 „
16 „
Syðstagrund 16 „
96