Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
Vellir
a) á syðri ferjustaðnum .................. 20 aurar
b) á ytri ferjustaðnum ................... 25
Eyhildarholt ................................ 16
Kárastaðir .................................. 16
Utanverðunes ................................ 32
Tjörn ....................................... 40 „
Húsey ....................................... 16 „
Fyrir hest eftir ferju ....................... 4
Fyrir klyfjar með reiðingi .................. 16 „
Fyrir lausan reiðing ......................... 4
Fyrir kind, haustlamb......................... 4 „
Sýslunefnd þurfti yfirleitt lítið að skipta sér af ferjunum, þegar
þær höfðu verið teknar í notkun. Oft var þó leitað til hennar um
styrk til að smíða eða kaupa nýja ferjubáta.
Stöku sinnum bárust nefndinni kvartanir um slælegt ferjuhald,
oft frá nágrönnum á viðkomandi stað, sem höfðu sjálfir hug á
að fá ferjustarfið. Sakir voru þá gjarnan litlar eða engar. Ef kær-
urnar reyndust hins vegar á rökum reistar, var viðkomandi sviptur
starfinu eða hann harðlega víttur fyrir kæruleysi og eftirleiðis
falið að halda ferjunni í betra lagi.*
Stundum risu deilur milli ferjumannanna. Einkum urðu þær
milli þeirra, sem ferjuðu á sama stað, hvor frá sínum bakka. Þeir
sökuðu hvorn annan um að vera djarftækan til farþega á hinum
bakkanum. Þessar deilur urðu harðastar milli ferjumannanna við
vesturós Vatnanna. Ferjumanninum á Tjörn þótti sinn hlutur
skertur af starfsbróður sínum í Utanverðunesi. Þessar deilur fóru
fyrir sýslunefnd. Hún úrskurðaði, að ferjumenn skyldu hlíta þeim
reglum, sem almennt giltu, þ. e. að ferja einungis frá eigin landi.
Þó var sú undantekning heimiluð, að ferjumaðurinn í Utanverðu-
nesi mátti sækja menn á vesturbakkann, ef þeir voru á hraðferð.
* Sjá Skagfirðingabók 3, bls. 114—117.
98