Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 101
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Hann skyldi þá taka 15 aura umframgjald og greiða þá ferju-
manninum á Tjörn.
Árið 1890 barst sýslunefnd ósk um, að ferjan í Eyhildarholti
yrði flutt í Húsey. Sýslunefnd lét kanna málið, og samkvæmt
tillögu sýslunefndarmanns Seyluhrepps var ferjan lögð niður 1893.
Jafnframt samþykkti sýslunefnd að efna til lögferju að Húsabakka.
Ferjutollur var ákveðinn 20 aurar og bóndanum þar veittur 30
króna styrkur til kaupa á ferjubáti. Amtsráð samþykkti þessar
breytingar á fundi í júní 1893.3
Árið 1901 fór ferjumaðurinn á Húsabakka þess á leit, að ferjan
þar yrði afnumin. Því var synjað. Sama ár barst sú beiðni frá
bændum á Langholti, að ferju yrði komið á svonefnda Djúpukvísl
(Húseyjarkvísl) undan Glaumbæ. Nefndin veitti til þess 70 krón-
ur og ákvað ferjutoll 25 aura fyrir mann og hest aftan í ferju.
Brú var byggð yfir Kvíslina 1898, en hana tók af vegna ísreks
vorið 1901.
Árið 1891 ræddi sýslunefnd um að koma upp dragferju eða
svifferjum á ósa Vatnanna. Nefndin beindi þeirri áskorun til al-
þingismanna sýslunnar, að þeir útveguðu styrk landssjóðs til þessa
verkefnis. Þingmenn urðu vel við áskorun sveitunga sinna, því
að fjárlaganefnd efri deildar mælti með styrkveitingu: „Á þessum
ferjum er hin fyllsta þörf, Hjeraðsvötnin geta naumast talizt með
ám þeim, er brúandi sjeu, en Skagfirðingar hafa varið af sínu fje
um eða yfir 10.000 kr. til að brúa 5 ár þar í sýslu, og eru því
hinir maklegustu þessa litla styrks úr landssjóði.“6 Upphæð hans
nam 2400 krónum. Landshöfðingi taldi rétt að íhuga þennan
styrk vandlega, því engin bænaskrá hefði borizt. ‘ Arnljótur Olafs-
son, sem var framsögumaður fjárlaganefndar, var hlynntur þessu
máli. Hann taldi það í „sjálfu sér nauðsynlegt, því það er nær
því frágangssök, að koma sauðum, sem seldir eru fyrir austan
Hjeraðsvötnin, yfir þau til Sauðárkróks".8 I neðri deild var styrk-
beiðnin felld. Að lokum fór þó svo, að þessar 2400 krónur voru
veittar, gegn því að sýslan legði fram það fé, sem á vantaði.
Á sýslunefndarfundi 1892 voru þessar málalyktir ræddar. Einar
Guðmundsson á Hraunum lagði fram hugmyndir sínar um drag-
99
L