Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 104
SKAGFIRBINGABÓK
niður lögferjurnar á Völlum og Syðstugrund, Ási og Hofsstöðum,
Garði og Lóni. Ári síðar lagði amtsráð blessun sína yfir þessar
aðgerðir. Tveim árum síðar var Kárastaðaferja lögð niður.
Árið 1901 var til umræðu á fundi sýslunefndar bréf, sem Sig-
urður á Hellulandi hafði sent. í bréfinu fór hann því á flot, að
ferjumanninum við Vatnaósinn yrðu greidd laun úr landssjóði, ef
unnt yrði að koma því við, og yrði ferjan þannig fríferja. Miklar
umræður urðu meðal nefndarmanna, og samþykkm þeir að lok-
um að skora á alþingismenn sýslunnar að útvega um 800 króna
árlegan styrk til að koma fríferjum á Vesturósinn og Akrahyl. Ef
þessi styrkur fengist ekki, samþykkti nefndin að greiða Vi af
kaupi ferjumanns, gegn því að hlutaðeigandi hreppar greiddu SA,
til þess að fríferja kæmist á Vesturósinn, en um hann var meiri
umferð héraðsmanna en á Akrahyl, sem var fremur fjölfarin
ferðamannaleið, þótt bændur og búalið þar fremra notuðu ferjuna
vitaskuld mikið.
Oddviti sendi alþingi bænaskrá, sem varðveitt er í skjalasafni
þingsins, og er hún merkileg heimild um ferjurnar almennt og
notagildi þeirra:
„Eins og kunnugt er, renna Hjeraðsvötn eptir miðjum
Skagafirði til sjávar, og er niður í miðjan fjörð kemur, kvísl-
ast þau á marga vegu, unz fram við Hegranestá skiptast og
renna beggja vegna við nesið. Á Austurvötnin hefur sýslan
fyrir nokkrum árum með ærnum kostnaði komið á brú —
og fjekk til þess nokkurn styrk úr landssjóði — en á Vesmr-
vötnin hefur sýslan álitið sjer ofvaxið að koma á brú, en í
stað þess hefur verið sett dragferja á Vesturósinn, og er henni
viðhaldið á kostnað sýslusjóðs. Þetta viðhald er alldýrt,
þannig var það síðastliðið ár t. d. 291.02 kr. Vegna afstöðu
verður ferjuhaldið einnig mjög dýrt, vegna þess að frá því
ferjan er sett á á vorin þar til á haustin, að hún er sett upp,
þarf ferjumaðurinn alltaf að vera við ósinn, því frá bæjum
sjest ekki á ferjustaðinn; ferjutoll hefur því þurft að setja
102