Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 105
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
40 aura fyrir manninn. Þetta er, eins og gefur að skilja, mjög
tilfinnanlegt gjald fyrir þá, sem þurfa að fara verzlunarferðir
sínar yfir Yötnin á Sauðárkrók, 20—30 krónur fyrir hvern
meðalbónda.
A Akrahyl er sömuleiðis dragferja og annast landssjóður
viðhald hennar, en þar sem sýslunefndin leit svo á, að þess
myndi nokkuð langt að bíða, að fáanlegt væri, að gjörð væri
brú á Vesturvötnin á landssjóðs kostnað, þá áleit nefndin, að
það væri ekki nema sanngjarnt og eðlilegt, að úr landssjóði
væri veittur nokkur styrkur á ári til að koma á fríferjum við
dragferjur þessar. Það er því fremur ástæða til að sinna þess-
ari beiðni, þar sem það er víst, að ekkert sýslufjelag á land-
inu hefur — og vegna vatnsfallanna — verður að leggja
eins mikil gjöld á sig til brúargjörða eins og Skagafjarðar-
sýsla.“
Fjárlaganefnd neðri deildar virtist „ástæða til að sinna þessari
beiðni að nokkru leyti, og leggur því til, að af tillaginu til sýslu-
vega verði veittar 300 kr. hvort árið (1902—1903) til Skaga-
fjarðarsýslu sem styrkur til dragferjuhalds á Héraðsvötnum“.12
Alþingi samþykkti að veita þennan styrk, og reið baggamuninn
sú atorka, sem Skagfirðingar höfðu sýnt við brúagerð í héraðinu.
Sýslunefnd samþykkti að verja fjárhæðinni til að greiða ferju-
mönnum kaup, gegn því, að ferjutollar á dragferjum yrðu fram-
vegis á þessa lund:
1. Fyrir mann með hest og reiðver .... 0,15 aurar
2. Fyrir gangandi mann...................... 0,10 „
3. Fyrir hest með klyfjum................... 0,05 „
4. Fyrir lausan hest ................... 0,05 „
5. Fyrir nautgrip, tveggja vetra og eldri . 0,10 „
6. Fyrir sauðkind, haustlamb............... 0,02 ,,
Við aðrar ferjur skyldi ferjutollur framvegis vera sem hér segir:
103