Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 107
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRÐI
mjög í heiðri höfð. Þingmenn voru kjörnir af „betri bændum“,.
voru enda margir úr þeirra hópi. Þeir töldu, að landssjóður ætti
að hafa sem minnst umsvif; þeir litu svo á, að aukin útgjöld
kæmu fram í hærri sköttum. Um 1890 lenti þessari hugsjón sam-
an við hugmyndir yngri manna, svo sem Skúla Thoroddsens, Jens
Pálssonar, Valtýs Guðmundssonar o. fl., sem töldu stóraukin fjár-
útlát ríkisins forsendu almennra framfara. Og þessi stefna bar sig-
ur úr býtum, þótt ekki yrði það átakalaust. Hún birtist m. a. í
stórauknum framlögum til samgangna, og í þeim efnum gengu
Skagfirðingar ekki afskiptir frá borði.
Ferjurnar voru eingöngu notaðar á sumrin og haustin; að vori
tálmaði ísrek, en ísinn var þjóðbraut vetrarins. Ferjurnar bættu
öryggi ferðalanga, og þær hafa óefað bjargað lífi margra, þótt
slys yrðu nokkur eftir sem áður. Að auki tryggðu þær bændum
betri vöru en verið hafði áður; korguð Vötnin voru ekki bætandi
fyrir gjald- eða kaupvöru bænda.
Tilvitnanir:
1 Sv. Pálsson: Ferðabók, bls. 144—145.
2 Gjb. sn. Skfjs. 1874.
3 Gjb. sn. Skfjs. 1874.
4 Gjb. sn. Skfjs. 1880.
5 Stjórnartíðindi fyrir ísland 1893, B, bls. 106.
6 Alþ.tíð. 1891, C, bls. 421.
7 Alþ.tíð. 1891, A, bls. 515.
8 Alþ.tíð. 1891, A, bls. 517.
9 Gjb. sn. Skfjs. 1893.
10 Alþ.tíð. 1893, B, bls. 1062.
11 Stj.tíð. 1896, B, bls. 102.
12 Alþ.tíð. 1901, C, bls. 425.
13 Alþ.tíð. 1903, C, bls. 412.
14 Alþ.tíð. 1903, B, bls. 358.
105