Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 108
SKAGFIRÐINGABÓK
VII.
Brýr 1874-1904
Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ábæ í Austurdal, er
talinn hafa byggt fyrstu „almennilegu“ brúna í Skagafirði á árun-
um milli 1850 og 1860.1 Þessi brú var yfir Ábæjará í Austurdal.
Guðmundur sótti efnivið til brúarinnar yfir Nýjabæjarfjall til
Akureyrar. Skömmu eftir að smíð hennar lauk tók hana af í
hlaupi. Um skeið var síðan ekkert aðhafzt í þessa átt.
Árið 1874 var mikið um dýrðir í minningu 1000 ára byggðar
í landinu. Landsmenn fengu eigin stjórnarskrá, og sem „alkunn-
ugt er, kom mikið fjaðrafok í íslenzku þjóðina á 1000 ára afmæli
hennar, og vildi hún eitthvað gjöra, er gæti orðið til minningar
um hin mikilvægu tímamót. En synir fjallkonunnar fríðu ... gátu
ekki orðið á eitt sáttir um hvað gjöra skyldi: hverju fyrirtæki ætti
að koma á fót í þessu skyni, sem allt landið hefði af gagn og
sóma; en til þess að gjöra þó eitthvað, fóru menn í ýmsum stöð-
um, hverjir í sinni sveit, að framkvæma ýmislegt, sem var gott
og gagnlegt ... svo sem: ryðja fjallvegi, brúa ár, byggja funda-
hús og þar fram eptir götunum“.3
Skagfirðingar komu saman á sýslumannssetrinu, Reynistað, 2.
júlí, til þess að minnast þessara tímamóta. Þar var fundur settur
til að ræða hin ýmsu mál, sem horfðu til hagsbóta almennings,
svo sem um verzlunarmál, brúagerð, sparisjóð, búnaðarfélög og
eflingu handiðnar með alls kyns tólum og tækjum. Nefnd undir
forstöðu sýslumanns, Eggerts Briems, hafði undirbúið fundinn.
„Eigi urðu mál þessi fullrædd á fundinum, sökum naumleika tím-
ans, nema verzlunarmálið.“ Meðal viðstaddra þennan dag var
Hilmar Finsen landshöfðingi, en ekki er þess getið, að hann hafi
tekið til máls.4
Af fundargerð fyrsta fundar sýslunefndar, haustið 1874, má
sjá, að fundarmenn á Reynistað hafa talið Gönguskarðsá, Vala-
106