Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 109
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
gilsá og Kolku hættulegustu ár sýslunnar, og var þá um að ræða
þau vatnsföll, sem menn töldu kleift að brúa, og enn um sinn
voru Héraðsvötn ekki í þeirra tölu. Af fundargerðinni er einnig
ljóst, að sýslunefndarmenn hafa talið það vilja héraðsbúa, að þeir
efndu til samskota til að standa straum af kostnaði við þessar fram-
kvæmdir, að svo miklu leyti sem vegabótafé fengist ekki til þeirra.5
Sýslunefnd tók mjög myndarlega á þessu máli, og hér á eftir
verður gerð grein fyrir þeim framkvæmdum, sem í hönd fóru.
Gönguskarðsá
Sýslunefnd ákvað að hefjast handa um brúargerð á Göngu-
skarðsá. Umsjón með því verki höfðu Þorleifur Jónsson, hrepp-
stjóri á Reykjum, og Olafur Sigurðsson, umboðsmaður í Asi.
Brúin var byggð og tekin í notkun sumarið 1875, þrátt fyrir
að hún hallaðist aðeins. Kostnaður við smíðina nam tæpum 600
krónum. Brúin var tengd veginum frá Sauðárkróki út á Reykja-
strönd og Hróarsgötum út á Skaga. Hún var „niður í árgilinu
milli Skarðs og Veðramóts og aðeins hægt að fara yfir hana með
einn hest í einu. Kom brátt í ljós, að valið hafði verið óhentugt
brúarstæði. Á vetrum lagði mikla snjóskafla beggja vegna, svo
að hún reyndist ónothæf nema snjólaust væri. Samt var um stór-
fellda samgöngubót að ræða.“G
Nokkrum sinnum þurfti brúin lagfæringa við, og árið 1892
var hún lýsisborin að tillögu Einars á Hraunum. Þá var hún mjög
tekin að hrörna, enda fól sýslunefnd Einari ári síðar að finna nýtt
brúarstæði við ána.
Fyrir fundi sýslunefndar 1895 lágu bréf hreppsnefnda Sauðár-
og Skefilsstaðahreppa og nokkurra manna á Sauðárkróki, þar sem
þess var farið á leit, að sýslunefnd hlutaðist til um byggingu nýrr-
ar brúar á Gönguskarðsá „sunnan frá út í svonefndan Rjúpna-
stapa, sem er nokkru neðar en brúin er nú á ánni“.7 Nýja brúar-
stæðið hafði verið rækilega kannað. Kostnaður var áætlaður 1000
krónur, og buðust hreppsnefndirnar að lána 500 krónur vaxta-
laust til þriggja ára og sjá um alla vinnu við brúarstöplana.
107