Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 111
SAMGÖNGUR í SKAGAFIR8I
svokallaðan Rjúpnastapa af þeim ástæðum, sem hér eru til
færðar:
I fyrsta lagi það, að hvörgi fyrir neðan gljúfrin fellur áin
í eins þröngum og takmörkuðum farveg og þar; í öðru lagi:
hvörgi er eins gott til fanga með grjót eins og einmitt þar;
í þriðja lagi getur aldrei vegna fanna orðið slæmt að fara
að eða frá brú á þeim stað; og í fjórða lagi sýnist mér, að
það sé takandi til greina, að þarna er ekki vafasamt, að vega-
gjörð að brúnni verður allt að 100 krónum kostnaðarminni
en ef brúað væri niður af áðurnefndri klöpp.
Af ofangreindum ástæðum hlýt ég því eindregið að mæla
með því, að brúað verði á strengnum fyrir neðan Rjúpna-
stapa, því ég get ekki séð, að nokkrum vegfaranda geti orðið
það að verulegri töf, samanborið við hinn staðinn.“
Þorsteinn taldi, að kostnaður næmi um 1300 krónum, og hann
■skoraði á sýslunefnd að hefjast þegar handa.
Árið 1898 voru framkvæmdir enn ekki hafnar, því þá kvart-
aði Guðbjörg Sigurðardóttir, yfirsetukona í Sauðárhreppi, yfir
„hættulegum hrörleik Gönguskarðsárbrúar“.9 Samkvæmt þessu
hefur brúin beinlínis verið hættuleg yfirferðar, enda 23 ára gömul
og frumsmíð Skagfirðinga á þessu sviði. Þó var ekkert aðhafzt
enn um sinn.
Arið 1902 samþykkti sýslunefnd að veita 1500 krónur til
brúarinnar, sem yrðu greiddar eftir þrjú ár. Það skilyrði var sett,
að Sauðár- og Skefilsstaðahreppar greiddu allan kostnað við gjót-
vinnu.
Loksins komst skriður á málin árið 1904, en þá bað hrepps-
nefnd Sauðárhrepps sýslunefnd um leyfi til lántöku vegna kostn-
aðar við Gönguskarðsárbrú. Einnig var beðið um leyfi til að víkja
lítillega frá uppdrætti Sigurðar Thoroddsens verkfræðings af
brúnni í þá veru „að lengja minni brúarpartinn til að tryggja
brúna fyrir hættum, er stafa af ruðningi árinnar í leysingum“.10
Sýslunefnd samþykkti báðar þessar beiðnir.
Brúin var fullgerð sumarið 1906 og var þá tekin í notkun.
109