Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 112
SKAGFIRBINGABÓK
Hafði tillaga Þorsteins hlotið brautargengi sýslunefndar. Gamla
brúin var rifin, og fól sýslunefnd oddvita að selja viðinn úr henni.
Þá voru liðin 13 ár síðan umræður um nýja brú hófust.
Kolka
Kolka er mynduð af tveimur ám, Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá
eða Kolbeinsá. Þegar sýslunefnd ákvað að brúa Kolku, hefur hún
sennilega einungis haft Kolbeinsá í huga, en í daglegu tali var
hún oft nefnd Kolka. Til þess að brúin kæmi að fullum notum,
samþykkti sýslunefnd að brúa Hjaltadalsá um svipað leyti.
A sýslunefndarfundi 1876 lögðu Friðrik Níelsson og Björn
Pétursson fram athuganir sínar á brúarstæðum á Kolbeinsá og
Hjaltadalsá. Þeir álitu, að það væri ágætt brúarstæði við þá fyrr-
nefndu hjá Jörundarbrekku; þyrftu brúartrén að vera 22 álnir á
lengd. Hjaltadalsá væri hentugt að brúa skammt neðan Gýgjar-
foss; þar þyrftu brúartrén að vera 25 álna löng. Sýslunefnd féllst
á þessar tillögur.
Kolbeinsdalsárbrú var smíðuð sumarið 1879 og sett á ána
haustið 1880. Hún kostaði sýslubúa 1324,32 krónur. Þessi brú
þurfti sífellt lagfæringa við. Arið 1882 var hún smurð „viðsmjöri"
og máluð.11 Nokkrum árum síðar var hún hækkuð og máluð,
en þær lagfæringar dugðu skammt.
Arið 1891 höfðu nokkrir sýslunefndarmanna orð á því, að
stöplar brúarinnar þörfnuðust endurbóta. Sakir fjárskorts sá
nefndin sér ekki fært að bæta úr því að sinni, þótt allir væru
sammála um hrörlegt ástand brúarinnar. Helzt voru menn á því,
að hlaða þyrfti stöpla brúarinnar að nýju eða færa hana á hent-
ugri stað. Einari á Hraunum var falin nánari athugun þessa, og
lagði hann fram niðurstöður könnunar sinnar árið eftir. Hann
kvað brúna með öllu ófúna og stöpla vel hlaðna, en heldur mjóa,
og ekki taldi hann ráðlegt að flytja hana. Engin ákvörðun var
tekin um viðhald brúarinnar, nema hún skyldi lýsisborin.
Árið 1893 var Einari falið að hækka brúna. Hreppsnefnd Hofs-
hrepps var einnig heimilað að verja 10 krónum af sýsluvegagjaldi
110