Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
til snjómoksturs af henni eftir stórhríðar, og urðu þessar krónur
brátt fastur útgjaldaliður.
Arið 1903 vakti sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps athygli
samnefndarmanna sinna á því, að brúin væri orðin mjög hrörleg
og hættuleg yfirferðar. Hann óskaði eftir, að nákvæm skoðun
færi fram. Nefndin samþykkti, að svo yrði gert. Ef sú rannsókn
leiddi í ljós, að umferð væri hættuleg, yrði brúnni lokað með
öllu eða að nokkru leyti. Þorsteinn Sigurðsson snikkari og Jón
Björnsson, smiður í Kolkuósi, framkvæmdu þessa athugun. I
skýrslu, sem þeir lögðu fyrir fund sýslunefndar ári síðar, lýstu
þeir yfir, að brúin væri hættulaus yfirferðar með smávegis lagfær-
ingum, sem ákveðið var að framkvæma.
Þessi brú var sýslunefnd nokkuð dýr og fyrirhafnarsöm. Virðist
sem ekki hafi verið eins vel að henni staðið í upphafi og öðrum
brúm í sýslunni eða brúarstæðið verið óhentugt. Þó átti hún eftir
að gegna hlutverki sínu enn um sinn.
Hjaltadalsá
Eins og áður segir, var brúarstæði við Hjaltadalsá valið um
leið og við Kolbeinsá. Árið 1881 var búið að laga þar talsvert
mikið til; nokkru hafði verið kostað til stöpla og efniviður keypt-
ur að hluta. Ekki var þó lokið við smíði brúarinnar fyrr en sumarið
1883. Verkið dróst á langinn vegna þess að ekki fékkst nægur
efniviður fyrst í stað, einkum vantaði eitt máttartré. Það fékkst
að lokum úr skipi, sem strandaði í Hofsósi.
Þessi brú kom lítið til kasta sýslunefndar. Nokkrum sinnum
þurfti hún smálagfæringa við, mest vorið 1894, en þá hafði annar
stöpullinn skemmzt í vöxtum. Hún reyndist því heppileg fram-
kvæmd, og virðist hafa verið vel til hennar vandað í upphafi.
Valagilsá
Brúarstæði á Valagilsá var kannað haustið 1874. Þá var ákveð-
ið, að brúin yrði rétt neðan aðalvaðsins á ánni. Vesturendi hennar
112