Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 118
SKAGFIRSINGABÓK
kostaði 775,11 krónur. Sýslunefnd ákvað, að hún skyldi máluð
og fól sýslunefndarmanni Hofshrepps það verk.
Brúin var lagfærð lítillega sumarið 1894, og voru það einu
afskipti sýslunefndar af henni eftir að smíði lauk.
Hofsá
Arið 1890 fór hreppsnefnd Hofshrepps þess á leit við sýslu-
nefnd, að Hofsá yrði brúuð þá um sumarið. Hreppsnefndin bauðst
til að leggja fram borgunarlaust 40—50 dagsverk til grjótflutn-
inga. Oddviti skýrði nefndinni frá því, að Popp kaupmaður hefði
boðizt til að gefa 100 krónur til brúarinnar og lána það, sem á
vantaði. Sýslunefnd samþykkti að ráðast í þessa framkvæmd þá
þegar. Einar á Hraunum tók að sér smíði brúarinnar samkvæmt
þeim teikningum, sem fyrir lágu. Hún var byggð sama sumarið
og sett á ána um haustið; lengd hennar var 35 álnir.
Fljótlega komu í ljós nokkrir gallar, og sýslunefnd fól Einari
að kippa þeim í lag. Hann vann það verk sumarið eftir, og frekari
lagfæringa þurfti brúin ekki við, að undanteknum smáviðgerðum
árin 1893 og 1902, sem fremur má flokka undir eðlilegt viðhald.
Austurvötn
A sýslunefndarfundi árið 1892 samþykktu nefndarmenn að
koma upp svif- eða dragferju á austurós Héraðsvatnanna, og tóku
Einar á Hraunum og Sigurður Olafsson á Hellulandi það verk
að sér. En þar sem „sýslunefndin getur búizt við, eptir áliti kunn-
ugra manna, að Austurós Hjeraðsvatnanna reynist ekki heppileg-
ur staður fyrir dragferjur, en álítur þar á móti, að allgott brúar-
stæði megi fá á Vötnunum nokkru sunnar, undan svonefndu
Krakanesi norðanvert við Gljúfurá, ályktar nefndin að byrja þegar
á undirbúningi til þess að brúa þar á nefndum stað“.1 7 Ljóst var,
að verk þetta yrði mjög kostnaðarsamt, og því skoraði sýslunefnd
á alþingismenn sýslunnar að hlutast til um, að styrkur fengist úr
landssjóði til brúarinnar. Almenningur austan Vatna hafði vita-
116