Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 121
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
annað borð leyft að renna þar, þá væri hætt við, að þau
græfu sig þar niður í annan stokk, og þyrftu því að vera
eins rammbyggileg þau horn grjótgarðsins undir litlu brúnni
eins og austasta hornið á grjótgarðinum. Yrði þetta fyrir-
komulag að mínu áliti dýrara, þó brúin þyrfti að vera dálítið
lengri og hærra undir hana að vera aðeins ein; hallast jeg
því heldur að hinu fyrirkomulaginu.
Grjótgarðinn álít jeg bezt að gera þannig, að dyngja niður
breiðum grjóthrygg á sandana, setja svo langtrje (lausholt)
eptir endilöngum garðinum báðum megin ofan við vatns-
borðið, þegar flóð væri í Vötnunum, og hlaða svo garðinn
ofan á þá grind það upp er þurfa þætti. Þar eð auðvelt er
að fá grjót á Gljúfuráreyrunum þar upp undan og akstur
þægilegur, þá þykir mjer sennilegt, að grjótgarður þessi svona
lagaður mundi fást upp fyrir hjerumbil 4000 krónur, grjót-
stöpullinn á eyrinni fyrir 800 krónur og garðendinn undir
brúna 1200 krónur.
Brúin sjálf úr 8—9 trjám með jafntraustri yfirbyggingu,
að meðtöldum kostnaði við að koma henni á, mundi ekki
kosta minna en 2500 krónur og yrði þá allur kostnaðurinn
hjerumbil 8500 krónur.“
Sýslunefnd ræddi nokkuð þessa skýrslu og ákvað að hefjast
handa um framkvæmdir, ef styrkur fengist úr landssjóði. Nefndar-
menn fólu oddvita að sækja um allt að 5000,00 króna styrk og
senda bænaskrá til alþingis þar að lútandi. Alþingismenn sýsl-
unnar fengu sömuleiðis beiðni um að styrkja þetta málefni kröft-
uglega. Jóhannes Olafsson sýslumaður sendi bænaskrá til höfuð-
staðarins með óskum sýslunefndar, og þar bauðst hann til að
koma dragferju á Héraðsvötn hjá Ökrum, á aðalpóstleið, lands-
sjóði að kostnaðarlausu, ef umbeðinn styrkur fengist til brúar á
Austurvötnin.
I framsöguræðu fyrir nefndaráliti fjárlaganefndar neðri deildar
um fjárlög fyrir árin 1894—1895 sagði framsögumaður nefndina
leggja til,
119