Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 122
SKAGFIRBINGABÓK
„að nýjum lið, nfl. 5000 kr. til brúar á Austur-Hjeraðsvötnin,
sje bætt við. Hjer er svo háttað, að það hefur lýst sjer, að
svifferja á eystri ós vatnanna getur ekki komið að fullum
notum vegna straumfars vatnanna og fleira. Skammt frá ósn-
um er brúarstæði, eptir því sem virðist, gott, og er tiltölulega
ódýrt að gera þar brú. Sýslunefndin býðst til að láta setja
dragferjuna á Hjeraðsvötnin á aðalpóstleið, með því móti hún
fái styrk þennan úr landssjóði til að gera brúna. Þegar litið
er til þess, að umferðin er mjög mikil yfir Hjeraðsvötnin
þar út við sjóinn, bæði manna-umferð, lestaferðir og sauð-
fjárrekstrar, og hjeraðsbúar hafa annars vegar sýnt lofsverð-
an dugnað í því að brúa margar ár af eigin rammleik, og
telja enn ekki eptir sjer að verja allmiklu fje til þessa, og
þegar ennfremur er litið á, að sýnist vera mjög hagfellt að
fá dragferju yfir vötnin á aðalpóstleið, sem að sjálfsögðu er
skylda landssjóðs að styðja, þá virðist oss rétt að verða við
þessari beiðni.“18
Á sýslunefndarfundi 1894 tilkynnti oddviti nefndarmönnum, að
5000 króna styrkur hefði fengizt. Síðan lagði hann fram tillögur
Einars á Hraunum og Sigurðar á Hellulandi um brúargerðina og
teikningar. Þar næst var kosin þriggja manna nefnd, sem skyldi
íhuga þessar tillögur með Einari og Sigurði. Að athugun lokinni
lögðu þeir til, að sem allra fyrst færi fram athugun á brúarstæð-
inu, breidd álsins, sem Vötnin rynnu í vestan Krakanessins, yrði
mæld, sömuleiðis dýpi hans og hvernig botninn hallaði. Til þessa
starfa voru kosnir Sigurður á Hellulandi, Gunnar Olafsson,
bóndi á Lóni, og Jósef Björnsson, búfræðingur í Asgeirs-
brekku.
Allar tillögur og áætlanir um brúna voru síðan sendar lands-
höfðingja og hann beðinn að fá álit Sigurðar Thoroddsens verk-
fræðings og leiðbeiningar í öllu því, sem hann teldi, að kæmi að
gagni.
Til þess að framkvæmdir tefðust ekki, veitti sýslunefnd odd-
120