Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 126
SKAGFIRBINGABÓK
Sýslunefnd tók vel í þessa beiðni og valdi Einar á Hraunum og-
Þorstein snikkara til að kanna brúarstæðið og gera kostnaðaráætl-
un, og var brúin smíðuð og sett á ána árið 1896. Þessi brú fauk
af haustið 1900. A fyrsta fundi sínum árið 1901 ákvað sýslu-
nefnd að endurbyggja brúna og skyldi Þorsteinn annast það verk.
500 krónum var varið úr vegasjóði til smíðinnar. Eftir þetta þurfti
sýslunefnd engin afskipti að hafa af brúnni.
Brúin leysti kláfinn af hólmi, og gáfu Vestdælir ýmsan útbúnað,
sem honum tilheyrði, til bænda í Austurdal, en þeir höfðu þá
fyrir nokkru sett kláf á Jökulsá eystri.
Fljótaá
Arið 1896 barst sýslunefnd sú ósk frá almennum bændafundi
í Holtshreppi, að brú yrði byggð á Fljótaá, því hún væri oft á
tíðum ófær yfirferðar. Brúarstæði hafði verið kannað og kostn-
aður áætlaður 1000—1200 krónur. Hreppsbúar kváðust fúsir til
að styrkja þetta verk með framlagi úr hreppsvegasjóði og ókeypis
vinnu við grjótflutninga og fleira. Sýslunefnd var þessari mála-
leitan hlynnt og vildi styrkja þetta fyrir sitt leyti, þannig að úr
brúasjóði yrði greiddur kostnaður við efni og smíði brúarinnar,
þó kæmu vextir og afborganir af væntanlegu láni í þessu skyni
ekki til útborgunar fyrr en eftir fjögur ár.
A sýslunefndarfundi 1897 var spurzt fyrir um, hvenær útborg-
un fengist úr sýslusjóði til endurgjalds kostnaði við brú á Fljótaá.
Því var svarað á þá lund, að kostnaður yrði greiddur eftir fjögur
ár, frá 20. febrúar 1896 að telja. Af þessum orðaskiptum er aug-
Ijóst, að brúin var komin á, þegar sýslunefnd kom saman árið 1897.
Með tilkomu brúarinnar urðu ferjurnar á Hraunum og í Haga-
nesi óþarfar.
Arið 1900 sendu hreppsnefndir Holts- og Haganesshrepps sýslu-
nefnd reikninga Fljótaárbrúarinnar og fóru fram á endurgreiðslu.
Sýslunefnd kaus tvo menn til að endurskoða þá. Ekki verður ann-
að séð en reikningarnir hafi verið greiddir að þeirri endurskoðun
lokinni, því ekki bárust fleiri beiðnir þar að lútandi.
124