Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 127
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Fossá
Árið 1904 óskaði hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps eftir 500
króna styrk til að brúa Fossá. Sýslunefnd taldi sig ekki geta tekið
ákvörðun í þessu máli sökum gagnaskorts, en óskaði eftir, að fyrir
næsta sýslunefndarfundi lægi lýsing brúarstæðisins og áætlun um
kostnað. Ári síðar voru þessi gögn tilbúin, og samþykkti sýslu-
nefnd að veita 300 krónur til þessa mannvirkis.
Ytri-Kotaá
Þegar brúin yfir Valagilsá hafði verið endurbyggð 1896, var
Ytri-Kotaá eini verulegi farartálminn á veginum upp á Oxnadals-
heiði, auk Norðurár. Það kom því fljótlega til tals að brúa hana,
en þar sem áin var á aðalpóstleiðinni, var það hlutverk landssjóðs
að bera kostnað af því verki. Brúin var byggð árið 1897, og sá
Þorsteinn Sigurðsson um það verk.
Norðurá
Svo virðist, sem Norðurá hafi verið brúuð um svipað leyti og
Kotaá, enda eðlilegt framhald vegabóta á norðurleið. Þetta skal
þó ekki fullyrt vegna heimildaskorts, en varla mun skeika miklu.
Þessa brú tók af veturinn 1900. Um miðjan febrúar það ár kom
norðanpóstur að brúnni, þar sem hún lá mikið brotin niðri á ísn-
um. Hann gerði sýslumanni viðvart, og var þegar hafizt handa
um björgun viðarins. Það var hald manna, að burðartré brúarinnar
hefðu verið illa fest í stöplana, og af þeim sökum hafi brúin ekki
staðizt veðurofsann. Hún var fljótlega endurbyggð, en hér verður
ekki fjallað um það.
125