Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 130
SKAGFIRÐINGABÓK
að verða við þeirri ósk. Þessi styrkbeiðni var endurnýjuð árið
1893, og var hún þá samþykkt, ef hreppsnefnd Akrahrepps veitti
jafnmikið fé. Til þess kom ekki, að styrkurinn yrði greiddur.
Vesturós Héraðsvatna
Sýslunefnd kaus árið 1896 þriggja manna nefnd til að kanna
brúarstæði á Vesturós Héraðsvatna. Einar á Hraunum, Þorsteinn
snikkari og Jónas Jónsson í Hróarsdal urðu fyrir valinu. Þessi
nefnd lagði fram álit sitt ári síðar. Þar var talið, að brúna yrði að
byggja af svonefndu Grjótnesi beint í vestur. Þannig yrði lengd
hennar um 650 álnir. Miðað við allar aðstæður á staðnum og á
hinn bóginn þá reynslu, sem fengizt hafði við smíði brúarinnar
á Austurvötnin, töldu þeir félagar, að kostnaðurinn næmi 33.218
krónum.
Sýslunefnd féllst á þessar tillögur og skoraði á þingmenn sýsl-
unnar að flytja þetta mál á alþingi og fá styrk úr landssjóði, því
þetta væri „hið mesta nytsemdarfyrirtæki, en sýslufjelaginu of-
vaxið að bera allan kostnað af, sjerstaklega vegna hins mikla
kostnaðar, er brúabyggingar á ýmsum stöðum í sýslunni hafa leitt
af sjer fyrir sýslufjelagið á undanförnum árum“.20 Sýslumanni var
falið að senda til næsta alþingis bænaskrá um fjárstyrk, er næmi
hið minnsta % kostnaðar. I upphafi bænaskrárinnar rekur sýslu-
maður nokkuð smíði brúarinnar á Austurvötnin, þátt landssjóðs
í henni og segir síðan:
„En eins og gefur að skilja, getur brú á aðra kvíslina því að-
eins komið að fullum notum, að hin kvíslin sje einnig brúuð.
Fyrir því hefur sýslunefndin ályktað að leggja fram alla
sína krapta til þess að koma brú á vestari Hjeraðsvötnin.
En með því kostnaðurinn við brúna, er þarf að vera 650
álnir á lengd ... nemur fullum 33 þúsundum króna, sjer sýslu-
nefndin engan veg til að standast kostnaðinn, nema með ríf-
legum fjárstyrk úr landssjóði, og dirfist því að fara þess á
128
J