Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 133
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
listi yfir óbrúaðar ár landsins, og yrðu Héraðsvötn framarlega á
þeim lista.
A sýslunefndarfundi 1904 var nokkuð rætt um þetta frumvarp.
Það var skoðun nefndarmanna, að brú hjá Okrum kæmi ekki að
jafnmiklum notum og brú á ósnum. Eigi að síður bar sýslunefnd
fram þá eindregnu ósk sína, að þetta frumvarp yrði á ný borið
upp á næsta þingi, en framhald þess máls er utan ramma þessarar
ritgerðar.
Yfirlit
Eins og áður sagði, tók sýslunefnd þá ákvörðun 1874, að þrjár
hættulegustu ár sýslunnar yrðu brúaðar. Þar sem brýrnar væru á
þjóðvegi, skyldu þær að helmingi kostaðar af sýsluvegasjóði, en
hinn helmingurinn greiddur með samskotum. Kostnaðurinn við
þessar brýr var talinn nema um 2000 krónum, 1000 króna þyrfti
því að afla með samskomm.
Sýslunefnd taldi vænlegast að jafna þessari upphæð niður á
öll jarða- og lausafjárhundruð sýslunnar; næmi gjaldið fyrir árið
1875 þá 8 aurum á hvert hundrað. Hreppstjórar átm að hafa
innheimtu gjaldsins á hendi, og máttu þeir jafna því niður á
fjögur ár, ef þeir vildu. Sanngjarnt þótti að hækka gjaldið í
þremur hreppum vegna legu þeirra. Akrahreppingar átm sam-
kvæmt því að greiða 20% hærra gjald til brúar á Valagilsá.
Sama gilti um Viðvíkurhrepp vegna Kolkubrúar „vegna þess að
hann liggur að Kolku að innan, og er líka hinn efnabezti hrepp-
ur í sýslunni“.28 A Hólahreppingum átti gjald til Kolkubrúar
að hækka um 10%. Hins vegar áttu íbúar Holts- og Hofshrepps
að greiða nokkru minna „vegna fjarlægðar þeirra og fátæktar“.29
Innheimta gjaldsins gekk treglega í upphafi. Arið 1876 hafði
ekkert verið innheimt austan Vatna, en vestan þeirra um 150
krónur, þar af allt gjaldið úr Sauðárhreppi fyrir fjögur ár. Aðrir
hreppar vestan Vatna höfðu greitt hluta gjalds síns, nema Seylu-
heppur. Ef til vill má álykta af þessu, að innheimta gjaldsins
131