Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 134
SKAGFI K6INGABÓK
hafi haldizt í hendur við framkvæmdirnar; þeir hreppar stóðu
bezt í skilum, sem mest not höfðu af framkvæmdunum. í harð-
ærum var innheimtan alltaf dræm, en því var ekki til að dreifa
fyrstu árin.
Arin 1876 og 1877 var engu gjaldi jafnað niður, en 1878
þótti sýslunefnd ekki lengur mega við svo búið standa. Oddviti
skyldi jafna niður gjaldi þetta ár og innheimta eftirstöðvar frá
árinu 1875. Gekk innheimtan ekki sem bezt, og fé skorti nú til
að halda framkvæmdum áfram; bændur voru augljóslega heldur
tregir til að greiða brúargjaldið. Sýslunefnd tók því til bragðs
að sækja um 1500 króna lán úr Viðlagasjóði vegna sýsluvega-
sjóðs, því láni skyldi einkum varið til brúa á Kolbeinsdalsá og
Hjaltadalsá.
Islandsráðgjafi heimilaði landshöfðingja að veita umbeðið lán
með 4% vöxtum. Það skyldi endurgreiða á 15 árum, og var fyrsta
greiðsla innt af hendi 1880.30
Þá gátu framkvæmdir hafizt að marki, og tókst þá betur til
með innheimtu brúagjaldsins. Arið 1880 höfðu sýslubúar greitt
rúmlega 700 krónur til brúasjóðs, mest árin 1879 og 1880. Ahugi
virtist einnig vaxandi, því 1881 námu aukatillög rúmlega 250
krónum, enda var sumarið 1880 einmuna gott.
Eftir þetta komst innheimta brúagjaldsins í nokkuð fast horf.
Sýslunefnd áætlaði á fyrsta fundi sínum ár hvert, hvað mikið fé
brúasjóðurinn þyrfti og jafnaði því niður á íbúa hvers hrepps. Þá
var einnig tekið mið af notagildi tiltekinnar brúar fyrir hreppana,
og greiddu þeir hærra gjald, sem mest not höfðu af brúnni. Þannig
greiddu íbúar Akra-, Viðvíkur-, Hóla- og Hofshreppa 21/4 eyri
hver til brúar á Grafará, en hinir hrepparnir 2. Sömu fjórir
hreppar greiddu 3 aura til að grafa Valagilsárbrú upp, þegar hana
tók af, hinir 21/4.
Brúagjaldið var því ærið misjafnt eftir árum. Ymist var það
miðað við tölu jarða- og lausafjárhundraða eða einungis lausa-
fjárhundruðin og verkfæra menn. Svo virðist sem hreppsnefnd-
irnar hafi smám saman tekið að greiða gjaldið úr hreppssjóði og
síðan jafnað brúagjaldinu niður á íbúa hreppsins með öðrum
132
J