Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 135
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
gjöldum. Að minnsta kosti var sú raunin í Lýtingsstaðahreppi.31
Lægst var gjaldið 1888, eða 2 aurar á verkfæran mann. Eðlilega
hækkaði það, þegar á leið, vegna hækkandi verðlags og ekki síður
aukins viðhalds. Þannig var gjaldið 20 aurar á verkfæran mann
árið 1904.
Árið 1895 var sérstakur maður ráðinn til að hafa umsjón með
brúm sýslunnar, Þorsteinn Sigurðsson, snikkari á Sauðárkróki. Ár-
ið 1898 lagði hann fram áætlun um viðhald þeirra og taldi þurfa
500 krónur til þess. Af því má sjá, að umsvif brúasjóðs voru
orðin töluvert mikil.
Sýslubúar greiddu brúagjaldið möglunarlaust eftir að fram-
kvæmdir voru komnar á rekspöl og nytsemi þeirra varð lýðum
ljós. „Allir borga með fúsu geði peningana, sem ganga til barátt-
unnar við hin rennandi vötn.“32 Aðeins einu sinni komu upp
vandkvæði við innheimtu þess og þá í tengslum við annað mál
<sjá bls. 90).
Erfitt er að gera grein fyrir þeim kostnaði, sem brúagerðin hafði
í för með sér fyrir sýslufélagið. Ur landssjóði fengust 5565 krónur
í styrk til tveggja brúa, auk þess sem hann greiddi kostnað af
endurbyggingu Valagilsárbrúar og smíði Kotárbrúar. Annan kostn-
að greiddu sýsluvegasjóður og brúasjóður í sameiningu. Lauslega
áætlað virðist kostnaður heimamanna nema 15000—20000 krón-
um. Sennilega hefur þessi upphæð skipzt nokkuð jafnt milli sýslu-
vegasjóðs og héraðsbúa. Ef hins vegar sú vinna er talin með, sem
bændur og aðrir lögðu á sig kauplaust við einstakar brýr, verður
hlutur héraðsmanna mun stærri. Því miður eru reikningar ekki
tiltækir, þannig að ekki er hægt að nefna nokkrar tölur af ná-
kvæmni.
Ekki þarf að fjölyrða um það gagn, sem þessar framkvæmdir
höfðu í för með sér. Það sýnir bezt sá vilji, sem menn höfðu til
að halda þeim áfram. Brýrnar auðvelduðu mönnum mjög að kom-
ast örugglega leiðar sinnar. Kaupstaðarferðir urðu ekki eins erfið-
ar, og mun minna eyðilagðist eða skemmdist af vörum bænda.
Því var ekki að furða, að þeir legðu nokkuð á sig til að koma
þessu í kring. Brúagerðin varð einnig til gagns á annan hátt. Með
133