Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 137
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
VIII.
Vegalög 1875
Á fyrsta löggjafarþinginu, sem haldið var sumarið 1875,
flutti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum frumvarp til laga um vegi
á Islandi.1
Samkvæmt því skyldi öllum vegum landsins skipt í fjallvegi
°g byggðavegi. Vegir milli landsfjórðunga eða sýslna, sem voru
þingmannaleið eða meira, áttu að teljast fjallvegir. Alþingi skyldi
ákveða, hvaða vegir það yrðu, enda greiddi landssjóður kostnað,
sem af þeim hlytist.
Byggðavegum átti að skipta í tvennt, sýsluvegi, sem lægju milli
sýslna, og væru þeir hálf þingmannaleið eða meira, og hreppavegi.
Einn sýsluvegur skyldi vera um hverja sýslu og jafnvel tveir í
þjóðbraut, ef sýsiur voru víðlendar. Sýslunefndir áttu að gera til-
lögur um sýsluvegi til amtsráðs, sem var hæstráðandi. Þjóðvega-
gjaldið, sem var lögleitt með tilskipuninni 1861, átti að standa
undir vegabótum á þeim. Sýslunefnd var fengið í hendur úr-
skurðarvald um tillögur hreppsnefnda, hvaða vegir ættu að vera
hreppavegir. Utgjöld til þeirra áttu verkfærir menn á aldrinum
20 til 60 ára að greiða. Upphæð gjaldsins nam hálfu dagsverki
eftir verðlagsskrá. Hreppsnefndir skyldu ráðstafa gjaldinu, en gera
sýslunefnd árlega grein fyrir unnum vegabótum.
Ef sýsluvegur lá gegnum hrepp, þannig að minna þurfti að
vinna við hreppsveginn en ella, var sýslunefnd heimilt að taka
allt að helmingi hreppsvegagjaldsins til vegabóta í öðrum hrepp-
um, þar sem ekki var sýsluvegur.
Þingmenn tóku frumvarpinu vel og töldu, að með því væru
sniðnir af helztu vankantar gildandi tilskipunar.2 Aðalkostur þess
var talinn vera sá, að vegabætur á fjallvegum væru greiddar af
landssjóði, og rynni því meira fé til vega í byggð. Sömuleiðis álitu
þeir heilladrjúgt, að skylduvinnan var afnumin og umsjón með
135