Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 138
SKAGFIRSINGABÓK
vegagerð var mjög einfölduð, þar sem meira ákvörðunarvald um
vegamál færðist heim í hérað.
Lítils háttar breytingar urðu þó á frumvarpinu í þinginu.3 Tal-
inn var óþarfi, að alþingi ákvæði fjallvegi, og fékk landshöfðingi
það verkefni, enda tæki hann mið af tillögum amtsráða. Þing-
menn töldu hæfilegt, að sýslunefndir gætu annað hvert ár dregið
til sín helming hreppsvegagjalds, þar sem sýsluvegur lægi. Að
mati alþingismanna var fullnægjandi, að einn sýsluvegur væri um
hverja sýslu, og breyttu því ákvæðum frumvarpsins í þá átt.
Þessi lagasmíð reyndist ekki sem skyldi í framkvæmd. Megin-
áherzlan var lögð á fjallvegina, sem horfði að vísu til bóta, þar
sem þeir höfðu lengi verið vanræktir, en það stoðaði lítt að hafa
góða fjallvegi, væri „áframhald þeirra, vegirnir í byggðunum, lítt
færir'.4 Byggðavegunum var ekki nægur gaumur gefinn; fjall-
vegir voru kostaðir af landssjóði, en framkvæmdir við byggðavegi
skyldi áfram fjármagna með svipaðri upphæð og í raun hafði
runnið til þeirra og reynzt ófullnægjandi.
Þingmönnum urðu þessir ágallar brátt ljósir og töldu því rétt
að styrkja nokkuð sýsluvegasjóði til einstakra framkvæmda. I því
skyni hækkaði alþingi 1879 framlög til vegabóta. Stjórnin hafði
gert ráð fyrir 15000 krónum fyrir hvort ár gildistíma fjárlaganna,
en alþingi hækkaði þessa upphæð í 20000 krónur. Landshöfðingja
virtist þessi stefna vafasöm, af því að „kostnaðurinn til vegabóta
á sýsluvegunum ætti eptir lögum ... eigi að greiðast af lands-
sjóði, heldur vegasjóðum hlutaðeigandi sýslna“.u Mönnum varð
nú æ ljósar, að þessi skipan mála dugði ekki. Sýnt var, að hrein
skipting milli vega í byggð og óbyggð gafst illa. Leita varð nýrra
ráða, og beindust sjónir manna þá einkum að póstleiðunum. Al-
þingi setti t. d. það skilyrði árið 1879 fyrir hækkun fjárveitinga
til vega, að póstvegir gengju fyrir. Árið 1881 var enn hert á
þessum ákvæðum, þá var skoðun þingmanna sú, að ekki ætti að
byrja á fjallvegi, sem ekki væri á póstleið.
Árið 1885 fluttu Þórarinn Böðvarsson og Þorkell Bjarnason
frumvarp til laga um breytingu á gildandi vegalögum.6 Þeir fé-
lagar vildu, að vegir milli landsfjórðunga og sýslna væru fjall-
136