Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 139
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
vegir. Með þeim bæri einnig að telja alla aðalpóstvegi í byggðum,
því „nú sem stendur eru sveitavegirnir á vegunum milli lands-
fjórðunganna víða lakastir, og þeir þó miklu fjölfarnari".7 Þetta
frumvarp var fellt. Því var ætlað að endurbæta vegi milli héraða
og að hluta vegi innan hvers héraðs, með því að landssjóður
greiddi hvort tveggja.
Fyrir þetta sama þing var lagt annað frumvarp um breytingar
á vegalögum.8 Flutningsmenn þess voru Arnljótur Olafsson og
Þórarinn Böðvarsson. Þar er gert ráð fyrir skiptingu vega í þjóð-
vegi og héraðsvegi. Þjóðvegir áttu síðan að skiptast í aðal- og
aukapóstvegi, en héraðsvegir í sýslu- og hreppavegi. Landssjóður
átti að greiða kostnað við aðalpóstvegi að öllu leyti, en að hálfu
við aukapóstvegi. Þessi skipting kemur heim við þá hugmynd
Þórarins og fleiri þingmanna, að nú væri að mestu lokið við
fjallvegi og því ætti að taka til við framhald þeirra, póstvegina.9
Svo fór, að þetta frumvarp var aldrei rætt.
Reyndar voru þingmenn orðnir sammála á þinginu 1885, að
vinda þyrfti bráðan bug að nýrri lagasetningu um vegamál. Tíma-
skortur hamlaði hins vegar, að úr yrði að því sinni.
„Með lögum 15. október 1875 hefir vegamálinu þokað meira
áfram en nokkru sinni áður; enda hefir fjárveitingarvaldið síðan
sýnt, að það vill, að lög þessi verði eigi dauður bókstafur sökum
fjárskorts,“ segir Bergur Thorberg.10 Hér er komið að aðalatrið-
inu. Með þessum lögum var töluverðu fjármagni veitt til vega-
gerða, eða alls 226.100 krónum árin 1876—1887. Það eru rúm-
lega 18800 krónur árlega að meðaltali. Af þessari upphæð fóru
48000 krónur til að styrkja sýsluvegasjóði við einstakar fram-
kvæmdir á aðalpóstleið gegn jöfnu framlagi þeirra. Þetta var
spor í rétta átt, en dugði þó hvergi. Bæði var umferð orðin meiri
og vegir lengri og kröfðust meira viðhalds. Enn eitt atriði stuðlaði
að lélegri nýtingu vegafjárins: vanþekking á vegabótum. Þær
reyndust skammvinnar, vegna þess að þær voru ekki „eins vel og
haganlega gjörðar að upphafi eins og þær mætm vera, og um-
bæturnar fyrir þær sakir eigi nógu varanlegar, svo að nýjar um-
bætur þurfti skjótt aptur".11
137