Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
Til þess að bæta að bæta úr þessu veittu þingmenn 2500 krón-
ur árlega 1883—1887 af vegabótafé til að fá „erlendan, veg-
fróðan mann, einkum frá þeim stöðvum, sem líkastir eru Islandi
að veðurlagi og landslagi, til þess fyrst í stað að segja fyrir um
vegagjörðirnar, og gætu þá menn úr ýmsum hjeruðum landsins
lært af honum rjetta aðferð að vegagjörðunum“.12 Ekki komu
þó erlendir „vegfræðingar“ öll þessi ár.
Það gagn, sem varð fyrst og fremst af þessum lögum, var, að
fjallvegir voru færðir til betra horfs. Vegir í byggð héldust hins
vegar í sama fari og verið hafði. Lögin urðu til að opna augu
manna fyrir því, að þá yrði líka að kosta af landssjóði, til að á
þeim yrðu verulegar umbætur. Skipting vegakerfisins í fjallvegi
og byggðavegi gat ekki hrint umbótum í framkvæmd, ef einungis
annar flokkurinn var fjármagnaður af landssjóði.
Annað framfaraspor var tekið með þessum lögum, fjárveit-
ingar úr landssjóði til vegabóta. Þær höfðu þau áhrif, að menn
urðu að læra eitthvað í vegagerð til að peningunum yrði sem
bezt varið. Með því var lagður grundvöllur að betri árangri í
framtíðinni.
Tilvitnanir:
1 Alþ.tíð. 1875, II, bls. 29.
2 Alþ.tíð. 1875, II, bls. 31—32.
3 Stj.tíð. 1875, A, bls. 90—93.
4 Alþ.tíð. 1885, B, bls. 111.
5 Alþ.tíð. 1879, II, bls. 369.
6 Alþ.tíð. 1885, C, bls. 126.
7 Alþ.tíð. 1885, B, bls. 112.
8 Aiþ.tíð. 1885, C, bls. 158—159.
9 Alþ.tíð. 1885, B, bls. 114.
10 B. Thorb.: Nokkur orð..., bls. 255.
11 Alþ.tíð. 1883, C, bls. 249.
12 Alþ.tíð. 1883, C, bls. 249—250.
138