Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 143
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
Ráðið sótti síðan um fjárveitingu til fjallvega amtsins í heild á
grundvelli tillagna sýslunefnda. Einstökum sýslum var síðan út-
hlutað af því fé sem fékkst í samræmi við tillögugerð.
Framkvæmdum á Oxnadalsheiði og Vatnsskarði var að tölu-
verðu leyti lokið Skagafjarðarmegin árið 1880. Þá kom í ljós, að
vegagerðin á Vatnsskarði hafði misheppnazt að miklu leyti. Veg-
urinn lá víða í halla og vildi skemmast í leysingum á hverju vori,
einkum þar sem hann lá meðfram Vatnshlíðarvatni. Nauðsyn-
legt var talið að grafa djúpa skurði „ábrekkis við veginn“.8 Það
dugði skammt, og var vegarstæðið því fært um set. Virðist að
fullu lokið við veginn yfir Oxnadalsheiði árið 1882, en á Vatns-
skarði unnið enn um sinn.
Arið 1880 lá fyrir fundi sýslunefndar nákvæm lýsing á veg-
inum yfir Siglufjarðarskarð. Sýslunefnd taldi mjög þarflegt að
hefja framkvæmdir á þessum vegi, ef styrkur fengist frá landssjóði.
Ari síðar fór sýslunefnd fram á fjárveitingu til Heljardalsheiðar,
enda væri hún fjölfarin á sumrum af Svarfdælingum og Hjalt-
dælingum.7 Amtsráð gat ekki orðið við þessari beiðni, því aðrir
og fjölfarnari vegir yrðu að sitja fyrir.
Arið 1881 var hafizt handa á Siglufjarðarskarði og þeim vegi
að mestu lokið 1884.
Arið 1883 var byrjað á vegi yfir Heljardalsheiði, en hann hefur
sennilega aldrei verið fullgerður, enda stopular fjárveitingar til
hans.
Vegabætur á fjallvegum komu því aðeins að gagni til fram-
búðar, að þeim væri í sífellu haldið við. Kunnátta manna var af
skornum skammti, og það fé, sem fékkst til framkvæmda, var
reynt að nota til hins ýtrasta. Þannig urðu vegirnir lengri, en það
bitnaði á gæðum þeirra og endingu. Sem dæmi má nefna vegar-
kafla á Heljardalsheiði, sem lagður var sumarið 1883. Umrædd-
ur vegarspotti var 1365 faðma langur „fram og upp frá Heljará,
þaraf ruddur vegur 629 f, hlaðinn upp annars vegar 93 f og upp-
hækkaður 243“.9
Veðrátta hafði sín áhrif, þá sem nú, á ástand veganna; árið
1886 veitti amtsráð t. d. 1600 krónur til lagfæringar vegarins
141