Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 144
SKAGFIRBINGABÓK
yfir Öxnadalsheiði, sem spillzt hafði vegna rigninga og skriðu-
falla. Það ár var alls 3400 krónum varið til fjallvega í norður-
og austuramtinu. Þegar svo var komið, að upp undir 50% fóru í
viðhaldskostnað, er augljóst, að við óbreyttar aðstæður gat ekki
um frekari framfarir orðið að ræða, en töluvert hafði áunnizt
miðað við fyrra ástand.
Byggðavegir
Arið 1875 lá fyrir sýslunefnd erindi amtsráðs, sem laut að
skiptingu vega sýslunnar í þjóðvegi og aukavegi. Nefndin var
sammála um, að þeir vegir, sem ákveðnir hefðu verið þjóðvegir
1862 og 1864, skyldu verða sýsluvegir. Undanskildir yrðu þó
þeir vegir, sem landshöfðingi hafði með auglýsingu 9. nóvember
1876 úrskurðað fjallvegi. Við skyldi bætast leiðin frá Sauðár-
króki upp á Hróarsgötur og út Laxárdalsheiði. Einnig skyldi veg-
urinn frá Marbæli, fram Langholt að Reykjahóli og með Svartá
að vestan, fram að Starrastöðum, teljast sýsluvegur. Nefndarmenn
úr nokkrum hreppum reyndu að fá fleiri vegi tekna í tölu sýslu-
vega, en sýslunefnd taldi það ómögulegt, vegna þess hvað lítið
vegabótafé væri fyrir hendi.10
Ekki voru allir ánægðir með þessa tilhögun mála. I Norðan-
fara birtist árið 1879 bréf frá bónda í Skagafjarðardölum.11 Þar
segir, að bændur í Lýtingsstaðahreppi telji, að með kláfdrætti á
Héraðsvötnum undan Flatatungu væri ekki neitað, að hann væri
á alfaraleið norður og suður „í svo beinni línu, sem auðið er að
fá á voru landi“. Þætti bændum eðlilegt, að þjóðvegurinn yrði
nú lagður yfir Skagafjörð hjá Flatatungu og beint vestur Vatns-
skarð, „sjáandi það, að krókur á vegi gjörir hann miklu lengri en
ella“. Þótt ákveðið hefði verið, að hann lægi í „olboga-mynd“
út alla Blönduhlíð, væri hægt að breyta því, þar eð enn hefði ekki
verið byrjað á veginum. Einungis „flutningsleysi og ferjuleysi“
hefði valdið því, að veginum var valinn staður í Blönduhlíð.
Þótt þessi skoðun hafi verið útbreidd meðal Lýtinga, kom hún
ekki til umræðu í sýslunefnd, svo að séð verði.
142