Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 146
SKAGFIRBINGABÓK
Árið 1881 fór hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps þess á leit, að
vegurinn eftir Skaganum yrði tekinn í tölu sýsluvega, „meðfram
fyrir þá sök, að vegurinn sje árlega fjölfarinn af viðarlesmm sveita-
manna og skemmist árlega meira af þeim viðardrögum heldur
en af umferð hreppsbúa, er hafi nóg með að viðhalda bæjarveg-
inum fyrir ofan og neðan aðalveginn“.12 Vegna lélegs fjárhags
taldi sýslunefnd ekki unnt að sinna þessari beiðni.
Fleiri slíkar óskir bárust nefndinni, og er það í samræmi við
þá þróun, sem varð um land allt, að mikið var þrýst á sýslunefndir
af íbúum einstakra hreppa, um að vegir þar yrðu teknir í tölu
sýsluvega.
Árið 1885 samþykkti sýslunefnd nokkra lengingu sýsluvega.
Þá var fyrir nokkrum árum tekið að ferja yfir Héraðsvötn frá
Kárastöðum. Vegurinn að ferjunni að austan og að vestan til Sauð-
árkróks var tekinn í tölu sýsluvega. Um þennan veg hefur vafa-
laust verið töluverð umferð vegna verzlunarferða til Sauðárkróks,
og því ekki stætt á öðru. Amtsráð staðfesti þessa ákvörðun ári
síðar.13
Reyndar fóru fleiri en Skagfirðingar kaupför til Sauðárkróks.
Bréf Erlendar Pálmasonar í Tungunesi er til marks um það, að
Austur-Húnvetningar hafi sótt til Sauðárkróks í þeim erinda-
gjörðum, enda margir í verzlunarsamtökum með Skagfirðingum.
Erlendur ritaði sýslunefnd árið 1885 og skýrði frá því, að þar
sem svonefndur Kambavegur milli Hryggja- og Víðidals væri
ekki sýsluvegur, hefði ekkert verið lagt til hans undanfarin ár úr
vegasjóði sýslunnar, „en með því vegurinn er fjölfarinn af lesta-
mönnum til kauptúnsins á Sauðárkrók, sje nauðsynlegt að endur-
bæta hann, og hefur [hann] því farið þess á leit fyrir hönd Hún-
vetninga, að sýslunefndin styrki til þess með fjárframlagi'*.14
Nefndin gat ekki fallizt á þetta, því svo brýn þótti fjárþörf sýslu-
veganna. Hins vegar skoraði sýslunefnd á hreppsnefndir Staðar-
-og Sauðárhreppa „að leggjast á eitt með Húnvetningum að bæta
veginn eptir föngum“.15
Vegabætur á sýsluvegum voru greiddar með ákveðnu gjaldi,
sem var innheimt af öllum verkfærum mönnum sýslunnar 20—
144