Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 148
SKAGFIRBINGABÓK
60 ára. Árið 1874 greiddu gjald þetta 775 menn, alls 385 ríkis-
dali og 46 skildinga eða tæplega 771 krónu. Hér fer á eftir yfirlit
um þá upphæð, sem rann til framkvæmda, samið eftir Gjörðabók
sýslunefndar og Stjórnartíðindum. Þess ber að geta, að upphæðin
1884 er áætluð:
Ár Upphæð í krónum
1874 ................... 770,92
1875 ................... 870,46
1876 ................... 903,61
1877 ................. 1.079,26
1878 ................. 1.073,14
1879 ................. 1.003,51
1880 ................. 1.070,67
1881 ................... 671,42
1882 ................... 733,38
1883 ................. 1.086,61
1884 ................... 950,00
1885 ................... 739,75
1886 ................. 1.404,16
1887 ................... 669,48
13.026,37
Af þessari töflu má glöggt sjá, hve innheimta gjaldsins var
misjöfn eftir árum, og af lægstu tölunum má í stórum dráttum
lesa harðæri þessa tímabils. Að meðaltali eru þetta um 930 krónur
árlega. Ef athugaðar eru áætlanir, sem sýslunefnd gerði ár hvert
um skiptingu vegabótafjárins eftir hreppum, verður niðurstaðan
eins og sýnt er á töflu 1. Þess ber að geta, að fram til 1878 veitti
sýslunefnd fénu til einstakra vegagerða um alla sýslu, sem torvelt
er að skipta milli einstakra hreppa. Þegar þessar tölur eru skoð-
aðar, verður fyrst fyrir, að Hólahreppur ber ekkert úr býtum. Þar
var sem sé enginn sýsluvegur; Hólar voru ekki lengur sú miðstöð
sem fyrrum. Akrahreppur og Seyluhreppur fá langmest í sinn
146