Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 153
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
X.
Vegalög 1887
A alþingi 1885 voru þingmenn á einu máli um, að brýna
nauðsyn bæri til endurskoðunar gildandi vegalaga, jafnvel þyrfti að
setja ný lög, þar sem skýrt væri kveðið á, hvaða vegi hver ætti
að annast. Það var jafnframt skoðun margra, að svo mikið hefði
áunnizt við endurbætur fjallvega, að þeim þyrfti ekki að sinna í
bráð. Því þyrfti að taka til við framhald þeirra, póstvegina.1
Á alþingi 1887 flutm þeir feðgar Jón Þórarinsson og Þórarinn
Böðvarsson frumvarp til laga um vegi.2 Eftir því áttu vegir að
skiptast í aðalpóstvegi, aukapóstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkju-
vegi. Aðalpóstvegir voru á aðalpóstleiðum, en aukapóstvegir þar
sem aukapóstar fóru um. Fjallvegir átm að vera yfir „heiðar og
hálsa, þar sem hvorki er aðalpóstvegur nje aukapóstvegur“.:i Bæja-
og kirkjuvegir áttu að liggja til bæja og kirkna, enda tilheyrðu
þeir engum hinna fyrrnefndu flokka.
Landssjóði bar að greiða kostnað af vegabómm á aðalpóstleið-
um og fjallvegum, en sýsluvegasjóðir átm að standa straum af
aukapóstvegum, en hrepparnir áttu að sjá um bæja- og kirkjuvegi.
Ef aðalpóstvegur lá um endilangt hérað, mátti verja til hans helm-
ingi sýsluvegagjaldsins.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir fimm aðalpóstvegum:
1. Frá Reykjavík til Isafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestbakka.
5. Frá Prestbakka til Seyðisfjarðar.
Landshöfðingi skyldi ákveða, hvar aðalpóstvegir lægju um hvert
hérað að fengnum tillögum sýslunefnda og amtsráða. Þeir átm að
vera fimm álna breiðir og ekki halla meira en 3 til 4 þumlunga
151